Signý: Þetta verður aftur stál í stál í næsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2010 22:12 Signý Hermannsdóttir var með 18 stig, 10 varin skot og 9 fráköst í kvöld. Mynd/Daníel Signý Hermannsdóttir átti flottan leik með KR í kvöld þegar deildarmeistararnir komust í 2-0 í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna í körfubolta með 79-75 sigur á Haukum á Ásvöllum. „Þetta var mjög mikilvægur sigur því það er alltaf erfitt að spila næsta leik eftir svona stóran sigur," sagði Signý en KR vann frysta leikinn með 31 stigi. „Við komum svo tilbúnar í fyrsta leikinn og vissum að við yrðum ekki með eins leik í dag. Við komum út svo rosalega brjálaðar í fyrsta leiknum að við yfirspiluðum þær í fyrsta leikhluta. Það setti þær út af laginu þá en núna voru þær tilbúnar í þetta og þá er þetta leikur frá fyrstu mínútu," sagði Signý. Það var hart tekist á í leiknum og bæði lið voru í miklum villuvandræðum. „Það var mikil barátta í þessum leik eins og sást á villunum á töflunni. Þetta var bara baráttuleikur og við náðum bara að klára sigurinn í endann," sagði Signý sem lokaði teignum og varði meðal annars 10 skot Haukakvenna í leiknum „Þær voru ekki að skora inn í teig í kvöld og við náðum að loka vel á það. Stóru stelpurnar þeirra voru líka í villuvandræðum sem hjálpaði til. Þá reyndar tók Sara Pálmadóttir upp á því að setja niður þrjá þrista þannig að það var kannski ekkert betra," sagði Signý í léttum tón. Haukaliðið byggir mikið á þeim Heather Ezell og Kiki Lund sem skoruðu aðeins 15 stig í fyrsta leiknum en voru með 47 stig saman í kvöld. „Þær eru rosalega góðar og Heather er með betri könum sem ég hef séð. Það er mikið verk að halda aftur að þeim. Gróa er búin að standa sig vel og þegar hún fór útaf þá kom einhver önnur á hana og stóð sig vel líka sem var alveg frábært," sagði Signý. „Þetta er alls ekki komið og á föstudaginn býst ég við þeim ekkert öðruvísi en í dag. Þetta verður aftur stál í stál í næsta leik. Við ætlum að reyna að taka þann leik en þær ætla örugglega að reyna að stela einum," sagði Signý að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Signý Hermannsdóttir átti flottan leik með KR í kvöld þegar deildarmeistararnir komust í 2-0 í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna í körfubolta með 79-75 sigur á Haukum á Ásvöllum. „Þetta var mjög mikilvægur sigur því það er alltaf erfitt að spila næsta leik eftir svona stóran sigur," sagði Signý en KR vann frysta leikinn með 31 stigi. „Við komum svo tilbúnar í fyrsta leikinn og vissum að við yrðum ekki með eins leik í dag. Við komum út svo rosalega brjálaðar í fyrsta leiknum að við yfirspiluðum þær í fyrsta leikhluta. Það setti þær út af laginu þá en núna voru þær tilbúnar í þetta og þá er þetta leikur frá fyrstu mínútu," sagði Signý. Það var hart tekist á í leiknum og bæði lið voru í miklum villuvandræðum. „Það var mikil barátta í þessum leik eins og sást á villunum á töflunni. Þetta var bara baráttuleikur og við náðum bara að klára sigurinn í endann," sagði Signý sem lokaði teignum og varði meðal annars 10 skot Haukakvenna í leiknum „Þær voru ekki að skora inn í teig í kvöld og við náðum að loka vel á það. Stóru stelpurnar þeirra voru líka í villuvandræðum sem hjálpaði til. Þá reyndar tók Sara Pálmadóttir upp á því að setja niður þrjá þrista þannig að það var kannski ekkert betra," sagði Signý í léttum tón. Haukaliðið byggir mikið á þeim Heather Ezell og Kiki Lund sem skoruðu aðeins 15 stig í fyrsta leiknum en voru með 47 stig saman í kvöld. „Þær eru rosalega góðar og Heather er með betri könum sem ég hef séð. Það er mikið verk að halda aftur að þeim. Gróa er búin að standa sig vel og þegar hún fór útaf þá kom einhver önnur á hana og stóð sig vel líka sem var alveg frábært," sagði Signý. „Þetta er alls ekki komið og á föstudaginn býst ég við þeim ekkert öðruvísi en í dag. Þetta verður aftur stál í stál í næsta leik. Við ætlum að reyna að taka þann leik en þær ætla örugglega að reyna að stela einum," sagði Signý að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira