Tvenns konar fjölbreytni 9. ágúst 2010 00:01 Hinn 30. júlí sl. ritar Súsanna Margrét Gestsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún ræðir þá gagnrýni sem fram hefur komið á nýjar innritunarreglur í framhaldsskólana. Kjarninn í máli hennar virðist mér vera sá að nýju reglurnar tryggi að í hverjum skóla verði nemendur með sem fjölbreytilegastan bakgrunn og mikilvægt sé að ýta undir slíka fjölbreytni, þannig sé hægt að vinna gegn fordómum og auka hæfni fólks til að vinna saman í fjölmenningarsamfélagi. Hún nefnir sérstaklega nemendur með annað móðurmál en íslensku og telur það mikilvægt uppeldisatriði að aðrir nemendur starfi við hliðina á þeim sem tala íslensku með erlendum hreim. Hér er sitthvað sem orkar tvímælis. Fyrir það fyrsta er mér til efs að þetta sé skilvirk aðferð til að vinna gegn fordómum og fá fólk af ólíkum uppruna til að vinna saman. Markviss fræðsla og áróður virðist í fljótu bragði mun líklegri til árangurs. Í öðru lagi verður ekki betur séð en hugmyndafræði sú sem nýju reglurnar byggja á leiði til einsleitni framhaldsskólanna og vinni því gegn tilgangi framhaldsskólalaganna. Til að allir skólarnir geti tekið á móti svipuðum nemendahópum þurfa þeir að hafa sambærilega uppbyggingu svo sem almenna braut sem tekur við nemendum með skerta námsgetu og námsbraut sem tekur við nemendum af erlendum uppruna. Einnig hlýtur að vera gert ráð fyrir að þeim nemendum sem hyggja á langskólanám sé sinnt með viðunandi hætti og jafnframt bjóði allir skólarnir upp á styttri starfstengdar námsbrautir fyrir þá sem slíkt nám hentar. Þá hlýtur einnig að vera gert ráð fyrir að boðið sé upp á listnám í öllum framhaldsskólunum sem og iðnmenntun. Nú er rétt að rifja upp það sem lá til grundvallar þeim innritunarreglum sem kastað var fyrir borð á síðasta ári. Markmið þeirra var að nemendur gætu farið í þann skóla sem félli best að þörfum þeirra og jafnframt ættu skólarnir að skapa sér sérstöðu, sérhæfa námsframboð sitt með einhverjum hætti. Með þessu móti ættu sem flestir nemendur kost á námi við sitt hæfi og á sínu áhugasviði. Gott dæmi um slíka sérstöðu er Borgarholtsskóli en þar starfar námsbraut sem sérhæfir sig í bílgreinum. Með gömlu innritunarreglunum hefði nemandi úr Kópavogi með áhuga á bílum getað sótt um skólavist í Borgarholtsskóla og stundað þar það nám sem hann hafði áhuga á. Nemendi úr Grafarvogi sem hefði hug á að fara í langskólanám að loknu stúdentspróf en teldi sér hæfa betur bekkjarkerfi en áfangakerfi gæti valið einhvern af bóknámsskólunum sem býður upp á bekkjarkerfi. Nú er hins vegar undir hælinn lagt hvort hægt sé að koma til móts við þessa nemendur. Gömlu innritunarreglurnar buðu því upp á fjölbreytni í framhaldsskólunum sem verður úr sögunni ef svo heldur fram sem horfir. Nú er það svo að ef skólar sérhæfa sig þá er óhjákvæmilegt að í þá safnist nemendur með lík áhugamál. Þannig er næsta víst að í Borgarholtsskóla sé að finna óvenjuhátt hlutfall nemenda með bíladellu. Í Fjölbrautaskólanum í Ármúla er rekinn sérstakur Heilbrigðisskóli. Þangað sækja væntanlega þeir sem hafa hug á að mennta sig til starfa innan heilbrigðisgeirans. Jafnframt er líklegt að í þá skóla sem sérhæfa sig í að undirbúa unglinga undir langskólanám sæki þeir sem hafa slíkt nám í huga. Þetta virðist Margrét telja að viðhaldi eða jafnvel ýti undir fordóma. Undirrituðum er fyrirmunað að sjá rökin fyrir því. Væri hægt að fá nánari skýringar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Hinn 30. júlí sl. ritar Súsanna Margrét Gestsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún ræðir þá gagnrýni sem fram hefur komið á nýjar innritunarreglur í framhaldsskólana. Kjarninn í máli hennar virðist mér vera sá að nýju reglurnar tryggi að í hverjum skóla verði nemendur með sem fjölbreytilegastan bakgrunn og mikilvægt sé að ýta undir slíka fjölbreytni, þannig sé hægt að vinna gegn fordómum og auka hæfni fólks til að vinna saman í fjölmenningarsamfélagi. Hún nefnir sérstaklega nemendur með annað móðurmál en íslensku og telur það mikilvægt uppeldisatriði að aðrir nemendur starfi við hliðina á þeim sem tala íslensku með erlendum hreim. Hér er sitthvað sem orkar tvímælis. Fyrir það fyrsta er mér til efs að þetta sé skilvirk aðferð til að vinna gegn fordómum og fá fólk af ólíkum uppruna til að vinna saman. Markviss fræðsla og áróður virðist í fljótu bragði mun líklegri til árangurs. Í öðru lagi verður ekki betur séð en hugmyndafræði sú sem nýju reglurnar byggja á leiði til einsleitni framhaldsskólanna og vinni því gegn tilgangi framhaldsskólalaganna. Til að allir skólarnir geti tekið á móti svipuðum nemendahópum þurfa þeir að hafa sambærilega uppbyggingu svo sem almenna braut sem tekur við nemendum með skerta námsgetu og námsbraut sem tekur við nemendum af erlendum uppruna. Einnig hlýtur að vera gert ráð fyrir að þeim nemendum sem hyggja á langskólanám sé sinnt með viðunandi hætti og jafnframt bjóði allir skólarnir upp á styttri starfstengdar námsbrautir fyrir þá sem slíkt nám hentar. Þá hlýtur einnig að vera gert ráð fyrir að boðið sé upp á listnám í öllum framhaldsskólunum sem og iðnmenntun. Nú er rétt að rifja upp það sem lá til grundvallar þeim innritunarreglum sem kastað var fyrir borð á síðasta ári. Markmið þeirra var að nemendur gætu farið í þann skóla sem félli best að þörfum þeirra og jafnframt ættu skólarnir að skapa sér sérstöðu, sérhæfa námsframboð sitt með einhverjum hætti. Með þessu móti ættu sem flestir nemendur kost á námi við sitt hæfi og á sínu áhugasviði. Gott dæmi um slíka sérstöðu er Borgarholtsskóli en þar starfar námsbraut sem sérhæfir sig í bílgreinum. Með gömlu innritunarreglunum hefði nemandi úr Kópavogi með áhuga á bílum getað sótt um skólavist í Borgarholtsskóla og stundað þar það nám sem hann hafði áhuga á. Nemendi úr Grafarvogi sem hefði hug á að fara í langskólanám að loknu stúdentspróf en teldi sér hæfa betur bekkjarkerfi en áfangakerfi gæti valið einhvern af bóknámsskólunum sem býður upp á bekkjarkerfi. Nú er hins vegar undir hælinn lagt hvort hægt sé að koma til móts við þessa nemendur. Gömlu innritunarreglurnar buðu því upp á fjölbreytni í framhaldsskólunum sem verður úr sögunni ef svo heldur fram sem horfir. Nú er það svo að ef skólar sérhæfa sig þá er óhjákvæmilegt að í þá safnist nemendur með lík áhugamál. Þannig er næsta víst að í Borgarholtsskóla sé að finna óvenjuhátt hlutfall nemenda með bíladellu. Í Fjölbrautaskólanum í Ármúla er rekinn sérstakur Heilbrigðisskóli. Þangað sækja væntanlega þeir sem hafa hug á að mennta sig til starfa innan heilbrigðisgeirans. Jafnframt er líklegt að í þá skóla sem sérhæfa sig í að undirbúa unglinga undir langskólanám sæki þeir sem hafa slíkt nám í huga. Þetta virðist Margrét telja að viðhaldi eða jafnvel ýti undir fordóma. Undirrituðum er fyrirmunað að sjá rökin fyrir því. Væri hægt að fá nánari skýringar?
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun