Krónan er ávísun á haftastefnu í tíu ár Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 10. desember 2010 11:00 Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion Banka. Mynd/GVA Ætli Íslendingar að halda áfram að nota krónuna er vafamál hvort gjaldeyrishöft verði afnumin á næstu fimm til tíu árum. Í skugga hafta verður að byggja myntsvæðið upp á nýtt með lágu raungengi og lítilli einkaneyslu. Svo mælir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann var einn fjögurra frummælenda á morgunverðarfundi Arion banka um áhrif gjaldeyrishafta og framtíð krónunnar. Ásgeir tæpti á því að saga flotgengisstefnu hér hefði verið afar stutt; staðið yfir frá 2001 og fram til loka árs 2008 þegar höftin voru innleidd til að stöðva útflæði á fjármagni úr landi í skugga banka- og gengishruns. Ásgeir var á móti höftunum í fyrstu en hefur nú skipt um skoðun: „Eftir á að hyggja má segja að þau hafi verið nauðsynlegt böl, neyðarúrræði. Það hefði verið mjög erfitt að endurskipuleggja fjármálakerfið með fljótandi gjaldmiðli," sagði hann og taldi langt í að krónan yrði sett á flot á ný. „Ég held að þjóðin vilji í raun og veru ekki flotgengi nema hún sætti sig við óstöðugt gengi. Það þarf að ríkja sátt um það. En ég efast um að við séum andlega tilbúin fyrir fljótandi mynt," sagði hann. Býst við langri kreppu Ásgeir sagði seðlabanka annarra ríkja hafa brugðist fljótt við þegar róðurinn þyngdist á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum fyrir þremur árum. Þeir hefðu lækkað vexti hratt og sett peningaprentvélarnar í gang. Þetta hafi Seðlabanki Íslands ekki gert. Þvert á móti hafi hann brugðist seint við og afleiðingarnar eftir því orðið verri. „Ein af ástæðum þess að við lentum í þessu var sú að við gátum ekki brugðist við; við gátum ekki lækkað stýrivexti í núll og prentað peninga. Seðlabankinn var of seinn. Það skref sem hann steig [í fyrradag] hefði hann átt að stíga á sama tíma í fyrra. Af þeim sökum munum við sjá þessa niðursveiflu verða dýpri og lengri en við höfum áður séð," sagði hann. Evran er lykillinn Viðræður stjórnvalda um aðild að Evrópusambandi eiga að fela í sér inngöngu í myntbandalag Evrópu, að mati Ásgeirs. Í kjölfar yfirlýsingar um slíkt muni gengi krónunnar jafna sig, hún fest við gengi evru og sveiflast innan ákveðinna vikmarka. Gangi það eftir þurfi ekki að aflétta höftum fyrr en yfirlýsing um slíkt verði gefin. „Markaðir eru framsýnir," sagði Ásgeir. „Um það leið og fyrir liggur á einhverjum tímapunkti að skiptin fari fram munu allar ákvarðanir miðast við það og krónan taka við sér," sagði hann og vísaði á bug svartsýnisröddum um bága stöðu evrunnar í skugga fjárhagserfiðleika Grikkja, Íra og Portúgala. Fjarri því sem sumir haldi fram telji hann engin ríki á leið úr myntbandalaginu. „Allar aðrar þjóðir myndu tapa því. Í raun myndi bankakerfi þessara ríkja tæmast undir eins ef þau myndu lýsa því yfir að þau gengju úr myntbandalaginu. Það yrði íslenskt gjaldþrot, íslenskt kerfishrun," sagði Ásgeir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Sjá meira
Ætli Íslendingar að halda áfram að nota krónuna er vafamál hvort gjaldeyrishöft verði afnumin á næstu fimm til tíu árum. Í skugga hafta verður að byggja myntsvæðið upp á nýtt með lágu raungengi og lítilli einkaneyslu. Svo mælir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann var einn fjögurra frummælenda á morgunverðarfundi Arion banka um áhrif gjaldeyrishafta og framtíð krónunnar. Ásgeir tæpti á því að saga flotgengisstefnu hér hefði verið afar stutt; staðið yfir frá 2001 og fram til loka árs 2008 þegar höftin voru innleidd til að stöðva útflæði á fjármagni úr landi í skugga banka- og gengishruns. Ásgeir var á móti höftunum í fyrstu en hefur nú skipt um skoðun: „Eftir á að hyggja má segja að þau hafi verið nauðsynlegt böl, neyðarúrræði. Það hefði verið mjög erfitt að endurskipuleggja fjármálakerfið með fljótandi gjaldmiðli," sagði hann og taldi langt í að krónan yrði sett á flot á ný. „Ég held að þjóðin vilji í raun og veru ekki flotgengi nema hún sætti sig við óstöðugt gengi. Það þarf að ríkja sátt um það. En ég efast um að við séum andlega tilbúin fyrir fljótandi mynt," sagði hann. Býst við langri kreppu Ásgeir sagði seðlabanka annarra ríkja hafa brugðist fljótt við þegar róðurinn þyngdist á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum fyrir þremur árum. Þeir hefðu lækkað vexti hratt og sett peningaprentvélarnar í gang. Þetta hafi Seðlabanki Íslands ekki gert. Þvert á móti hafi hann brugðist seint við og afleiðingarnar eftir því orðið verri. „Ein af ástæðum þess að við lentum í þessu var sú að við gátum ekki brugðist við; við gátum ekki lækkað stýrivexti í núll og prentað peninga. Seðlabankinn var of seinn. Það skref sem hann steig [í fyrradag] hefði hann átt að stíga á sama tíma í fyrra. Af þeim sökum munum við sjá þessa niðursveiflu verða dýpri og lengri en við höfum áður séð," sagði hann. Evran er lykillinn Viðræður stjórnvalda um aðild að Evrópusambandi eiga að fela í sér inngöngu í myntbandalag Evrópu, að mati Ásgeirs. Í kjölfar yfirlýsingar um slíkt muni gengi krónunnar jafna sig, hún fest við gengi evru og sveiflast innan ákveðinna vikmarka. Gangi það eftir þurfi ekki að aflétta höftum fyrr en yfirlýsing um slíkt verði gefin. „Markaðir eru framsýnir," sagði Ásgeir. „Um það leið og fyrir liggur á einhverjum tímapunkti að skiptin fari fram munu allar ákvarðanir miðast við það og krónan taka við sér," sagði hann og vísaði á bug svartsýnisröddum um bága stöðu evrunnar í skugga fjárhagserfiðleika Grikkja, Íra og Portúgala. Fjarri því sem sumir haldi fram telji hann engin ríki á leið úr myntbandalaginu. „Allar aðrar þjóðir myndu tapa því. Í raun myndi bankakerfi þessara ríkja tæmast undir eins ef þau myndu lýsa því yfir að þau gengju úr myntbandalaginu. Það yrði íslenskt gjaldþrot, íslenskt kerfishrun," sagði Ásgeir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Sjá meira