KR varð Íslandsmeistari í Iceland Express-deild kvenna í gær eftir spennuþrunginn oddaleik í DHL-höllinni.
Gríðarleg stemning var á leiknum endu troðfylltu áhorfendur húsið og skemmtu sér konunglega.
Vilhelm Gunnarsson og Daníel Rúnarsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, létu leikinn ekki framhjá sér fara og mynduðu stemninguna.
Afraksturinn má sjá í albúminu hér að neðan.
Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.