Ríkið tók of háar skuldir banka yfir kolbeinn@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 05:00 Lilja hefði viljað sjá í mesta lagi einn ríkisbanka og sparisjóðakerfi til hliðar. samsett mynd/kristinn Formaður viðskiptanefndar segir fullyrðingu AGS um of marga banka sýna að ríkið hafi tekið of háar skuldir yfir með bönkunum. Eignasafnið hafi verið á allt of háu verði. Hagfræðiprófessor segir að bönkunum muni fækka. Ríkið var í lélegri samningsstöðu gagnvart kröfuhöfum og tók eignasafn bankanna yfir á allt of háu verði. Þetta segir Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar. Hún segir fullyrðingu Marks Flanagan hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) um of marga banka á Íslandi sýna þetta. Inn í þetta hafi spilað að samninganefnd ríkisins virðist ekki hafa verið með lögfræðiálit um lögmæti gengislánanna, en það hefði styrkt samninga við kröfuhafana. Endurreisn bankakerfisins hafi dregist úr hófi fram og of margir bankar séu starfandi. „Ef ríkið hefði verið í góðri samningsstöðu hefði það getað valið úr hvaða eignasöfn það keypti og sett í einn banka. Ég hefði viljað sjá hér í mesta lagi einn ríkisbanka og svo sparisjóðakerfi. Einkamarkaðurinn ræður svo hvort hann kemur til viðbótar,“ segir Lilja, sem telur að ríkið eigi í allt of mörgum bönkum. Neyðarlögin eru hluti vandans í hennar huga. Vegna þeirra hafi aldrei verið skilið á milli gömlu og nýju bankanna og þeir fyrrnefndu ekki keyrðir í þrot. Samningsstaðan hafi verið svo léleg vegna neyðarlaganna. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir bankana of marga miðað við smæð hagkerfisins og segir að þeim muni fækka á næstu árum. „Við erum með stærra bankakerfi en við þurfum miðað við stærð hagkerfisins. Það er ljóst að við munum ekki fara út fyrir landsteinana næstu tíu, tuttugu, þrjátíu árin. Það er því líklegt að kerfið muni dragast saman í framtíðinni.“ Þórólfur segir rætt um að leyfa tveimur af stóru bönkunum þremur að sameinast, vegna samkeppnissjónarmiða. Ljóst er að mun harðari kröfur verða gerðar til samsetningar eiginfjár og til innra eftirlits bankanna í kjölfarið á hruninu. Það þýði að erfiðara verði að reka litlar einingar en stórar. „Þá er líklegt að þeir stóru taki þá smærri yfir, eða þeir smærri taki sig saman. Menn eru þó brenndir af því sem gerðist fyrir hrun og þetta gerist því kannski ekki einn, tveir og þrír, heldur yfir mörg ár. Þá eru eignasöfn bankanna þannig að erfitt er að átta sig á verðmæti þeirra.“ lilja mósesdóttir Innlent Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Formaður viðskiptanefndar segir fullyrðingu AGS um of marga banka sýna að ríkið hafi tekið of háar skuldir yfir með bönkunum. Eignasafnið hafi verið á allt of háu verði. Hagfræðiprófessor segir að bönkunum muni fækka. Ríkið var í lélegri samningsstöðu gagnvart kröfuhöfum og tók eignasafn bankanna yfir á allt of háu verði. Þetta segir Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar. Hún segir fullyrðingu Marks Flanagan hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) um of marga banka á Íslandi sýna þetta. Inn í þetta hafi spilað að samninganefnd ríkisins virðist ekki hafa verið með lögfræðiálit um lögmæti gengislánanna, en það hefði styrkt samninga við kröfuhafana. Endurreisn bankakerfisins hafi dregist úr hófi fram og of margir bankar séu starfandi. „Ef ríkið hefði verið í góðri samningsstöðu hefði það getað valið úr hvaða eignasöfn það keypti og sett í einn banka. Ég hefði viljað sjá hér í mesta lagi einn ríkisbanka og svo sparisjóðakerfi. Einkamarkaðurinn ræður svo hvort hann kemur til viðbótar,“ segir Lilja, sem telur að ríkið eigi í allt of mörgum bönkum. Neyðarlögin eru hluti vandans í hennar huga. Vegna þeirra hafi aldrei verið skilið á milli gömlu og nýju bankanna og þeir fyrrnefndu ekki keyrðir í þrot. Samningsstaðan hafi verið svo léleg vegna neyðarlaganna. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir bankana of marga miðað við smæð hagkerfisins og segir að þeim muni fækka á næstu árum. „Við erum með stærra bankakerfi en við þurfum miðað við stærð hagkerfisins. Það er ljóst að við munum ekki fara út fyrir landsteinana næstu tíu, tuttugu, þrjátíu árin. Það er því líklegt að kerfið muni dragast saman í framtíðinni.“ Þórólfur segir rætt um að leyfa tveimur af stóru bönkunum þremur að sameinast, vegna samkeppnissjónarmiða. Ljóst er að mun harðari kröfur verða gerðar til samsetningar eiginfjár og til innra eftirlits bankanna í kjölfarið á hruninu. Það þýði að erfiðara verði að reka litlar einingar en stórar. „Þá er líklegt að þeir stóru taki þá smærri yfir, eða þeir smærri taki sig saman. Menn eru þó brenndir af því sem gerðist fyrir hrun og þetta gerist því kannski ekki einn, tveir og þrír, heldur yfir mörg ár. Þá eru eignasöfn bankanna þannig að erfitt er að átta sig á verðmæti þeirra.“ lilja mósesdóttir
Innlent Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira