Skuldir þarf að greiða Kristinn H. Gunnarsson skrifar 22. júní 2010 06:00 Þegar einn greiðir ekki skuld sína verður það hlutskipti annars. Ef skuldari þarf ekki að greiða neina verðtryggingu af bílaláni mun hann ekki skila því fé sem hann fékk. Það getur hlaupið á hundruðum milljarða króna sem dómur Hæstaréttar færir milli landsmanna ef ekkert kemur í stað verðtryggingarinnar, sem dæmd var ólögmæt. Skattgreiðendur hafa fengið sendan reikninginn fyrir gjaldþroti Seðlabankans. Tapið er þegar orðið 175 milljarðar króna og gæti orðið meira. Þá hefur ríkið sett 196 milljarða króna í þrjá viðskiptabanka í formi hlutafjár og víkjandi lána. Taki lánafyrirtækin skellinn af dómi Hæstaréttar tapa skattgreiðendur fé sem ríkið hefur lagt fram. Það tap verður verður að sækja með hækkun skatta eða lækkun útgjalda. Stærstu útgjaldaliðirnir eru framlög til heilbrigðismála, menntamála og Tryggingarstofnunar ríkisins. Það verður einhver sem greiðir skuldina að lokum. Íslenskt þjóðfélag er í miklum vanda sem snertir alla. Alltof margir hafa safnað alltof miklum skuldum í alltof langan tíma. Eina ráðið er að semja um skuldirnar, deila þeim niður með sanngjörnum og ábyrgum hætti og greiða þær. Engin lausn fæst með því að efna til átaka milli skuldara, þjóðfélagshópa eða kynslóða. Tilraunir til þess að velta skuldum eins yfir á herðar annars verða aldrei grundvöllur sanngjarnrar og farsællar niðurstöðu. Slíkt háttalag endurspeglar aðeins sérhyggju og ábyrgðarleysi. Afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum og niðurfærslu á höfuðstól lána eins og krafist er mun skerða verulega almenn lífeyrisréttindi og þrengja heiftarlega að ellilífeyrisþegum. Skuldarar tóku sín lán með erlendri verðtryggingu af fúsum og frjálsum vilja. Nóg var framboðið af lánsfé og menn gátu valið lánastofnun, lánsform og verðtryggingu. Erlenda verðtryggingin var eftirsótt vegna þess að vextir voru lágir og að auki þýddi sterkt gengi íslensku krónunnar að verðtryggingin var lítil sem engin í samanburði við innlenda verðtryggingu. Aðilar máls gerðu með sér samning um að skuldarinn endurgreiddi það fé sem hann tók að láni. Verðtryggingin er til þess að svo verði. Lánið hefði ekki staðið til boða ef ekki væri verðtrygging. Það var hverjum skuldara fullkunnugt um. Hæstiréttur gerir engar athugasemdir við verðtryggingu fjárins, heldur form hennar. Samningurinn stendur að öðru leyti. Skuldarinn á áfram að endurgreiða verðmæti lánsins en finna þarf lögmæta verðtryggingu. Það er eðlilegt og sanngjarnt að verðtryggja lánið við vísitölu neysluverðs. Annað helst óbreytt þar með talið vextirnir. Þar með efnir skuldarinn samninginn og greiðir lánið til baka, nýtur áfram lágu vaxtanna og þess að verðtryggingin er lægri. Lánastofnunin tapar nokkru en fær þó lánið endurgreitt að fullu í íslenskum krónum, enda er það úrskurðurinn í málinu að lánið hafi verið að öllu leyti innlent. Segja má að aðilar deili milli sín tapinu á gjaldeyrishruninu með sanngjörnum hætti. Enda voru þeir báðir aðilar að hinu ólögmæta ákvæði og hljóta báðir að bera ábyrgð á því. Fyrir liggur niðurstaða Héraðsdóms þess efnis að mikil hækkun bílaláns sem tryggt var með gengi erlendra mynta leiðir ekki til ógildingar samningsins, en greiðandi taldi að samningurinn væri ósanngjarn og vísaði til 36. laga um samningagerð, umboð og ólögmæta gerninga. Hæstiréttur breytti þessari niðurstöðu ekki, en sneri dómnum við af öðrum ástæðum. Hvernig sem á málin er litið þá er ekki sanngjarnt að skuldari losni við að greiða skuld sína í kjölfar dóms Hæstaréttar og láti öðrum það eftir. Fjárhæðirnar eru svo háar sem um er að tefla að slíkt gengur ekki. Verðtryggð skuld sem breytist í óverðtryggða er skuldatilfærsla frá einum til annars og mismunar skuldurum. Fráleitt er að fella niður verðtryggingu höfuðstóls lána af sumum lánum en viðhalda henni á öðrum. Hægt er að endurmeta grundvöll verðtryggingarinnar ef rök standa til þess en meginreglan verður að vera sú að lántakandi endurgreiði þau verðmæti sem hann fékk að láni. Stórfelldar fjármagns- og eignatilfærslur milli þjóðfélagshópa sundra þjóðinni og magna deilurnar og á því er síst þörf um þessar mundir. Verkefni stjórnvalda er að leiða málin til lykta þannig að sanngjarnt sé og sæmilegur friður skapist um niðurstöðuna þegar frá líður. Það verður ekki auðvelt verk við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu þar sem óbilgjarn og öfgakenndur málflutningur er áberandi. En þar mun skipta sköpum að lausnin verði sanngjörn, hófsöm og ábyrg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar einn greiðir ekki skuld sína verður það hlutskipti annars. Ef skuldari þarf ekki að greiða neina verðtryggingu af bílaláni mun hann ekki skila því fé sem hann fékk. Það getur hlaupið á hundruðum milljarða króna sem dómur Hæstaréttar færir milli landsmanna ef ekkert kemur í stað verðtryggingarinnar, sem dæmd var ólögmæt. Skattgreiðendur hafa fengið sendan reikninginn fyrir gjaldþroti Seðlabankans. Tapið er þegar orðið 175 milljarðar króna og gæti orðið meira. Þá hefur ríkið sett 196 milljarða króna í þrjá viðskiptabanka í formi hlutafjár og víkjandi lána. Taki lánafyrirtækin skellinn af dómi Hæstaréttar tapa skattgreiðendur fé sem ríkið hefur lagt fram. Það tap verður verður að sækja með hækkun skatta eða lækkun útgjalda. Stærstu útgjaldaliðirnir eru framlög til heilbrigðismála, menntamála og Tryggingarstofnunar ríkisins. Það verður einhver sem greiðir skuldina að lokum. Íslenskt þjóðfélag er í miklum vanda sem snertir alla. Alltof margir hafa safnað alltof miklum skuldum í alltof langan tíma. Eina ráðið er að semja um skuldirnar, deila þeim niður með sanngjörnum og ábyrgum hætti og greiða þær. Engin lausn fæst með því að efna til átaka milli skuldara, þjóðfélagshópa eða kynslóða. Tilraunir til þess að velta skuldum eins yfir á herðar annars verða aldrei grundvöllur sanngjarnrar og farsællar niðurstöðu. Slíkt háttalag endurspeglar aðeins sérhyggju og ábyrgðarleysi. Afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum og niðurfærslu á höfuðstól lána eins og krafist er mun skerða verulega almenn lífeyrisréttindi og þrengja heiftarlega að ellilífeyrisþegum. Skuldarar tóku sín lán með erlendri verðtryggingu af fúsum og frjálsum vilja. Nóg var framboðið af lánsfé og menn gátu valið lánastofnun, lánsform og verðtryggingu. Erlenda verðtryggingin var eftirsótt vegna þess að vextir voru lágir og að auki þýddi sterkt gengi íslensku krónunnar að verðtryggingin var lítil sem engin í samanburði við innlenda verðtryggingu. Aðilar máls gerðu með sér samning um að skuldarinn endurgreiddi það fé sem hann tók að láni. Verðtryggingin er til þess að svo verði. Lánið hefði ekki staðið til boða ef ekki væri verðtrygging. Það var hverjum skuldara fullkunnugt um. Hæstiréttur gerir engar athugasemdir við verðtryggingu fjárins, heldur form hennar. Samningurinn stendur að öðru leyti. Skuldarinn á áfram að endurgreiða verðmæti lánsins en finna þarf lögmæta verðtryggingu. Það er eðlilegt og sanngjarnt að verðtryggja lánið við vísitölu neysluverðs. Annað helst óbreytt þar með talið vextirnir. Þar með efnir skuldarinn samninginn og greiðir lánið til baka, nýtur áfram lágu vaxtanna og þess að verðtryggingin er lægri. Lánastofnunin tapar nokkru en fær þó lánið endurgreitt að fullu í íslenskum krónum, enda er það úrskurðurinn í málinu að lánið hafi verið að öllu leyti innlent. Segja má að aðilar deili milli sín tapinu á gjaldeyrishruninu með sanngjörnum hætti. Enda voru þeir báðir aðilar að hinu ólögmæta ákvæði og hljóta báðir að bera ábyrgð á því. Fyrir liggur niðurstaða Héraðsdóms þess efnis að mikil hækkun bílaláns sem tryggt var með gengi erlendra mynta leiðir ekki til ógildingar samningsins, en greiðandi taldi að samningurinn væri ósanngjarn og vísaði til 36. laga um samningagerð, umboð og ólögmæta gerninga. Hæstiréttur breytti þessari niðurstöðu ekki, en sneri dómnum við af öðrum ástæðum. Hvernig sem á málin er litið þá er ekki sanngjarnt að skuldari losni við að greiða skuld sína í kjölfar dóms Hæstaréttar og láti öðrum það eftir. Fjárhæðirnar eru svo háar sem um er að tefla að slíkt gengur ekki. Verðtryggð skuld sem breytist í óverðtryggða er skuldatilfærsla frá einum til annars og mismunar skuldurum. Fráleitt er að fella niður verðtryggingu höfuðstóls lána af sumum lánum en viðhalda henni á öðrum. Hægt er að endurmeta grundvöll verðtryggingarinnar ef rök standa til þess en meginreglan verður að vera sú að lántakandi endurgreiði þau verðmæti sem hann fékk að láni. Stórfelldar fjármagns- og eignatilfærslur milli þjóðfélagshópa sundra þjóðinni og magna deilurnar og á því er síst þörf um þessar mundir. Verkefni stjórnvalda er að leiða málin til lykta þannig að sanngjarnt sé og sæmilegur friður skapist um niðurstöðuna þegar frá líður. Það verður ekki auðvelt verk við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu þar sem óbilgjarn og öfgakenndur málflutningur er áberandi. En þar mun skipta sköpum að lausnin verði sanngjörn, hófsöm og ábyrg.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar