Íslenski boltinn

Guðlaugur: Þurfti að dreifa álaginu

Ellert Scheving skrifar
Úr leik Fram og ÍR.
Úr leik Fram og ÍR. Mynd/Valli
Guðlaugur Baldursson var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og sýndi varamönnum liðsins mikið traust þegar hann gerði sjö breytingar á byrjunarliði ÍR í kvöld. Liðið tapaði þó fyrir Fram, 2-1, í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar.

„Ég er kannski ekki með hugann við Fjarðarbyggð en ég varð auðvitað að taka tillit til þess að við erum að spila þrjá leiki í þessari viku svo við urðum að dreifa álaginu," sagði Guðlaugur. „Ég þurfti að breyta svolítið núna og ég treysti þeim sem fyrir utan eru alveg til að taka þátt í þessu og þeir sönnuðu það að þeir eru traustsins verðir og stóðu sig gríðarlega vel í kvöld."

Fram sýndi á köflum mikla yfirburði í kvöld en Guðlaugi fannst sínir menn alveg standast þeim snúning. „Við áttum í erfiðleikum með þá í föstum leikatriðum en í opnum leik fannst mér við alveg standast þeim snúning. Auðvitað voru þeir meira með boltann eins og von var á. Fram er eitt af fjórum bestu liðum landsins og við erum í 1.deild og gerðum okkur grein fyrir því að við myndum eitthvað liggja til baka og vera minna með boltann. En mér fannst við loka á þeirra hættulegustu atriði fyrir utan föstu leikatriðin.

„Ég var þó ekki alveg nógu ánægður hvernig við vörðumst þeim en við hefðum alveg getað skorað fleiri mörk í seinni háfleik. Við fórum að þora að spila boltann þegar við erum komnir tveimur mörkum undir og þá virðist þessi pressa fara af leikmönnum og eftir það fannst mér við vera líklegir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×