Um forgang í leikskóla 10. júní 2010 06:00 Þórður Ingi Guðjónsson ritar grein í Fréttablaðið 5. júní þar sem hann leggur út af úrslitum borgarstjórnarkosninganna og telur þau sýna að stjórnmálamenn hafi misst tengslin við kjósendur sína. Dæmið sem hann velur til að endurspegla þá kenningu sína eru breytingar sem gerðar voru á svokölluðum systkinaforgangi – reglu sem kvað á um að börn sem áttu systkini sem hafði leikskólavist skyldu hafa forgang að vist í sama leikskóla fram yfir eldri börn. Þar sem umræðan um systkinaforgang hefur verið á villigötum, og jafnvel sá misskilningur uppi að systkini fái ekki að vera saman í skólum, er mikilvægt að árétta hér að barn getur ávallt komist í leikskóla eldra systkinis eftir kennitöluröð. Fullyrðing Þórðar, um að borgarfulltrúar hafi með breytingunni tekið mið af „þröngum sjónarmiðum“ eigingjarnra foreldra fram yfir sjálfsögð réttindi systkina og foreldra þeirra, er röng. Reglan um systkinaforgang var afnumin 2008 þar sem hún var talin ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Stuttu áður höfðu ný lög um leikskóla tekið gildi þar sem fyrir lágu fyrirmæli um að viðhafa bæri jafnrétti í öllu leikskólastarfi, auk þess sem hagur og velferð barna skyldu höfð að leiðarljósi í öllu slíku starfi. Hjá leikskólum Reykjavíkurborgar er ávallt leitast við að vista systkini í sama leikskóla, bæði þeim og foreldrum þeirra til hagsbóta. Reglan um systkinaforgang var á sínum tíma innleidd til þess. Í krafti hennar gátu börn sem fædd eru seint á árinu komist fyrr að en börn sem fædd eru fyrr sama ár. Stundum munaði næstum heilu ári enda mesta hreyfingin á plássum þegar 5 ára börnin flytjast yfir í grunnskóla. Mikið var kvartað yfir þessu fyrirkomulagi og spurt um réttmæti þess að yngri börn kæmust fram yfir eldri börn. Foreldrar barna sem fóru aftar í röð vegna forgangsins þurftu þannig að bíða eftir plássi á leikskóla og kvörtuðu yfir því að forgangurinn gengi gegn reglum borgarinnar þar sem segir að börn innritist í leikskólann eftir kennitölu, þ.e. að þau elstu gangi fyrir. Að auki gerðist það stundum að yngra barn komst fram fyrir kennitöluröð vegna systkinis sem útskrifast myndi strax og hið yngra fengi pláss. Þeir foreldrar sem gerðu athugasemdir við þessar reglur voru í ljósi þessa hvorki eigingjarnir né höfðu þröng sjónarmið að leiðarljósi. Snemma á þessu ári var leitað álits borgarlögmanns á réttmæti systkinaforgangs. Í áliti hans frá 26. apríl sl. segir: „ ...skýrt er kveðið á um það í lögum um leikskóla að velferð og hagur barna skuli hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Það á einnig við um hvernig börnum skuli forgangsraðað á biðlista eftir leikskólavist. Þar skiptir mestu þörf barna fyrir leikskólavist miðað við aldur þeirra og þroska enda óumdeilt að mikilvægt er fyrir þroska barna að þau komist sem fyrst í leikskóla ... Þetta sjónarmið er gegnumgangandi leiðarljós í öllu leikskólastarfi. Eðlilegasta og óumdeildasta reglan við forgangsröðun barna að leikskólavist er aldur barna. Frávik frá þeirri reglu verða því almennt að styðjast við önnur og ríkari sjónarmið, s.s. ef barn glímir við þroskafrávik eða aðrar félagslegar aðstæður sem réttlætt geta frávik frá þeirri meginreglu að aldur ráði forgangi að leikskóladvöl. Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra ... og verður varla fundin stoð í sérlegum hagsmunum viðkomandi barna, umfram hagsmuni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist ... Þó jafnræðisreglan sé höfð í heiðri er eftir fremsta megni leitast við að vista systkini í sama leikskóla. Forgangur verður hins vegar alltaf umdeildur og því verða stjórnvöld hverju sinni að vanda mjög til verka til að jafnræðis sé gætt og velferð sérhvers barns ráði mestu. Þó stöðugt sé deilt á stjórnmálamenn þessa dagana vegna misgóðra verka þá er í þessu tilfelli seint hægt að segja að borgarfulltrúar séu ekki í tengslum við raunveruleikann. Ný borgarstjórn tekur nú við og eðlilegt að nýjar leiðir og hugmyndir séu ræddar. Það verður hins vegar að gerast í samræmi við lög og reglur og með jafnræði milli leikskólabarna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Sjá meira
Þórður Ingi Guðjónsson ritar grein í Fréttablaðið 5. júní þar sem hann leggur út af úrslitum borgarstjórnarkosninganna og telur þau sýna að stjórnmálamenn hafi misst tengslin við kjósendur sína. Dæmið sem hann velur til að endurspegla þá kenningu sína eru breytingar sem gerðar voru á svokölluðum systkinaforgangi – reglu sem kvað á um að börn sem áttu systkini sem hafði leikskólavist skyldu hafa forgang að vist í sama leikskóla fram yfir eldri börn. Þar sem umræðan um systkinaforgang hefur verið á villigötum, og jafnvel sá misskilningur uppi að systkini fái ekki að vera saman í skólum, er mikilvægt að árétta hér að barn getur ávallt komist í leikskóla eldra systkinis eftir kennitöluröð. Fullyrðing Þórðar, um að borgarfulltrúar hafi með breytingunni tekið mið af „þröngum sjónarmiðum“ eigingjarnra foreldra fram yfir sjálfsögð réttindi systkina og foreldra þeirra, er röng. Reglan um systkinaforgang var afnumin 2008 þar sem hún var talin ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Stuttu áður höfðu ný lög um leikskóla tekið gildi þar sem fyrir lágu fyrirmæli um að viðhafa bæri jafnrétti í öllu leikskólastarfi, auk þess sem hagur og velferð barna skyldu höfð að leiðarljósi í öllu slíku starfi. Hjá leikskólum Reykjavíkurborgar er ávallt leitast við að vista systkini í sama leikskóla, bæði þeim og foreldrum þeirra til hagsbóta. Reglan um systkinaforgang var á sínum tíma innleidd til þess. Í krafti hennar gátu börn sem fædd eru seint á árinu komist fyrr að en börn sem fædd eru fyrr sama ár. Stundum munaði næstum heilu ári enda mesta hreyfingin á plássum þegar 5 ára börnin flytjast yfir í grunnskóla. Mikið var kvartað yfir þessu fyrirkomulagi og spurt um réttmæti þess að yngri börn kæmust fram yfir eldri börn. Foreldrar barna sem fóru aftar í röð vegna forgangsins þurftu þannig að bíða eftir plássi á leikskóla og kvörtuðu yfir því að forgangurinn gengi gegn reglum borgarinnar þar sem segir að börn innritist í leikskólann eftir kennitölu, þ.e. að þau elstu gangi fyrir. Að auki gerðist það stundum að yngra barn komst fram fyrir kennitöluröð vegna systkinis sem útskrifast myndi strax og hið yngra fengi pláss. Þeir foreldrar sem gerðu athugasemdir við þessar reglur voru í ljósi þessa hvorki eigingjarnir né höfðu þröng sjónarmið að leiðarljósi. Snemma á þessu ári var leitað álits borgarlögmanns á réttmæti systkinaforgangs. Í áliti hans frá 26. apríl sl. segir: „ ...skýrt er kveðið á um það í lögum um leikskóla að velferð og hagur barna skuli hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Það á einnig við um hvernig börnum skuli forgangsraðað á biðlista eftir leikskólavist. Þar skiptir mestu þörf barna fyrir leikskólavist miðað við aldur þeirra og þroska enda óumdeilt að mikilvægt er fyrir þroska barna að þau komist sem fyrst í leikskóla ... Þetta sjónarmið er gegnumgangandi leiðarljós í öllu leikskólastarfi. Eðlilegasta og óumdeildasta reglan við forgangsröðun barna að leikskólavist er aldur barna. Frávik frá þeirri reglu verða því almennt að styðjast við önnur og ríkari sjónarmið, s.s. ef barn glímir við þroskafrávik eða aðrar félagslegar aðstæður sem réttlætt geta frávik frá þeirri meginreglu að aldur ráði forgangi að leikskóladvöl. Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra ... og verður varla fundin stoð í sérlegum hagsmunum viðkomandi barna, umfram hagsmuni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist ... Þó jafnræðisreglan sé höfð í heiðri er eftir fremsta megni leitast við að vista systkini í sama leikskóla. Forgangur verður hins vegar alltaf umdeildur og því verða stjórnvöld hverju sinni að vanda mjög til verka til að jafnræðis sé gætt og velferð sérhvers barns ráði mestu. Þó stöðugt sé deilt á stjórnmálamenn þessa dagana vegna misgóðra verka þá er í þessu tilfelli seint hægt að segja að borgarfulltrúar séu ekki í tengslum við raunveruleikann. Ný borgarstjórn tekur nú við og eðlilegt að nýjar leiðir og hugmyndir séu ræddar. Það verður hins vegar að gerast í samræmi við lög og reglur og með jafnræði milli leikskólabarna að leiðarljósi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun