Fótbolti

Þjóðirnar ekki sammála - UEFA degur um leikdaga í næstu viku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fussar kannski yfir ferðadeginum til Íslands.
Cristiano Ronaldo fussar kannski yfir ferðadeginum til Íslands. Mynd/AFP

Fulltrúar þjóða sem leika í H riðli, undankeppni EM 2010, hittust í dag í Kaupmannahöfn. Fundarefnið var leikdagar riðilsins en ekki náðist samkomulag á milli þjóðanna verður því dregið um leikdaga. UEFA sjá um dráttinn í næstu viku. Þetta kemur fram á KSÍ.is.

Þjóðirnar í riðlinum eru ásamt Íslendingum: Portúgal, Danmörk, Noregur og Kýpur en fyrstu leikirnir verða í september, síðar á þessu ári.

Margir íslenskir knattspyrnuáhugamenn bíða örugglega spenntir eftir því að sjá hvenær Cristiano Ronaldo og portúgalska landsliðið mun mæta á Laugardalsvöllinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×