Öruggar strandveiðar Hilmar Snorrason skrifar 30. júní 2010 07:00 Útkall -F2-Gulur - bátur vélarvana" eða „Útkall -F2-Gulur - bátur dottinn út úr tilkynningaskyldu" eru útköll sem björgunaraðilar hafa fengið í vaxandi mæli eftir að vora tók. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, skipa- og flugfloti Landhelgisgæslunnar sem og skip og bátar á viðkomandi svæðum fara þegar til aðstoðar eða leitar að viðkomandi bátum. Halda menn ekki aftur til hafnar fyrr en vandamálið hefur verið leyst og hafa þá margir tugir manna komið að lausn málanna hverju sinni. Björgunaraðilar á Íslandi hafa aldrei talið það eftir sér að fara til aðstoðar eða leitar og geta sjómenn þakkað það fórnfúsa starf sem allir þessir aðilar fara í hvenær sem kall berst. Það er sannarlega áhyggjuefni þegar mikil aukning verður á útköllum sem þessum og er ekki laust við að unnt sé að tengja þetta við hinar svokölluðu strandveiðar. Margir bátar, sem ekki hafa haldið út til veiða til margra ára, láta nú úr höfn en þrátt fyrir ítarlegar skoðanir sem bátarnir fara í gegnum til að öðlast haffæri bila hlutir þegar á þá fer að reyna að einhverju ráði sökum notkunarleysis. Nú er annað árið í strandveiðum hafið og er stórum flota smábáta róið til að ná að landi þeim 6.000 tonnum sem heimilt er að veiða. Afli sem ekki skiptist niður á einstaka báta heldur „fyrstur kemur - fyrstur fær" upp að 650 kg í hverri veiðiferð. Því til viðbótar fá menn aðeins að sækja þennan afla frá mánudögum til og með fimmtudaga. Af þessu má því ráða að óneitanlega keppast menn við að komast sem fyrst í veiði, áður en aflamagn viðkomandi svæðis klárast, og því hætta á að menn freistist m.a. til að leggja af stað þótt veður geti verið hryssingslegt fyrir viðkomandi bátastærð. Einn viðmælandi minn, sem þjónustar stóran hluta þessa strandveiðiflota, hafði á orði við mig að innan um í þessum hópi væru einstaklingar sem lítið eða ekkert hefðu komið nálægt veiðum sem þessum og er það sannarlega mikið áhyggjuefni. Engum er þó heimilt að fara til veiða nema með réttindi til stjórnar viðkomandi bát sem og lágmarksþekkingu á vélbúnaði. Þrátt fyrir að slík menntun sé til staðar gætu hafa liðið tugir ára síðan þeirra réttinda var aflað og þau í raun aldrei verið notuð til sjós. Þar sem ekki er lögskráð á þessa báta falla þeir utan við þá kröfu að þeir sem um borð eru hafi sótt öryggisfræðslu og að hún sé eigi eldri en fimm ára. Það er afar mikilvægt í eins hættulegu umhverfi sem sjórinn er að þeir sem hann stundi hafi sem fyllstu þekkingu á þeim hættum sem þar leynast og hvernig menn eigi að bera sig að ef óhöpp henda. Þetta er vissulega mikið áhyggjuefni allra þeirra sem eru vakandi yfir öryggi þessa flota. Alþingi hefur nýlega samþykkt ný lögskráningalög sjómanna sem munu taka gildi 1. nóvember nk. Þá munu lögin ná til allra skráningaskyldra skipa sem gerð eru út í atvinnuskyni en fram til þessa náðu lögin einungis til skipa yfir 20 brúttótonnum. Strandveiðiflotinn er nánast allur undir þessum mörkum. Í lögskráningalögunum er lögð öryggisfræðsluskylda á alla þá sem lögin ná til og mun því sú krafa ná til strandveiðiflotans frá og með næsta úthaldi. Og meira kemur til því endurmenntunar er einnig krafist og þá eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Þeir sem þar af leiðandi hafa áður sótt námskeið við Slysavarnaskóla sjómanna þurfa þá að sækja endurmenntun í öryggisfræðslu hafi liðið lengri tími en fimm ár frá námskeiði. Öryggisfræðsla sjómanna hefur sannarlega sýnt hversu mikilvægur þáttur hún er í daglegu lífi sjómannsins. Með tilkomu hennar fækkaði banaslysum sem og öðrum slysum umtalsvert og þeir eru ófáir sjómennirnir sem hafa lýst því í kjölfar atvika að sú þekking hafi bjargað lífi þeirra á neyðarstundu. Samkvæmt vef Fiskistofu sóttu 469 bátar veiðar í strandveiðikerfinu í maí og í júní voru þeir komnir í 615. Það er ljóst að mikill fjöldi manna, sem ekki eru á sjó að staðaldri, verða á sjó í sumar og því mikilvægt að þeir hafi öryggið í fyrsta sæti. Veður eru válynd við Íslandsstrendur jafnvel yfir sumarmánuðina og því til viðbótar er sjávarhitinn á bilinu 6 til 12° á Celsíus. Örlítið aðgæsluleysi getur því reynst afdrifaríkt. Beini ég því til strandveiðisjómanna að huga vel að viðhaldi og eftirliti með vélbúnaði, sækja sér menntun og kunnáttu í meðferð báta og öryggisbúnaðar sem og að gæta ýtrustu varkárni við sjósókn jafnvel þótt sumarveðráttan eigi að vera sú besta sem völ er á. En síðast og ekki síst að muna eftir tilkynningaskyldu íslenskra skipa og hafa hlustvörslu á rás 16 meðan á sjóferð stendur. Stundum öruggar strandveiðar við Íslandsstrendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Útkall -F2-Gulur - bátur vélarvana" eða „Útkall -F2-Gulur - bátur dottinn út úr tilkynningaskyldu" eru útköll sem björgunaraðilar hafa fengið í vaxandi mæli eftir að vora tók. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, skipa- og flugfloti Landhelgisgæslunnar sem og skip og bátar á viðkomandi svæðum fara þegar til aðstoðar eða leitar að viðkomandi bátum. Halda menn ekki aftur til hafnar fyrr en vandamálið hefur verið leyst og hafa þá margir tugir manna komið að lausn málanna hverju sinni. Björgunaraðilar á Íslandi hafa aldrei talið það eftir sér að fara til aðstoðar eða leitar og geta sjómenn þakkað það fórnfúsa starf sem allir þessir aðilar fara í hvenær sem kall berst. Það er sannarlega áhyggjuefni þegar mikil aukning verður á útköllum sem þessum og er ekki laust við að unnt sé að tengja þetta við hinar svokölluðu strandveiðar. Margir bátar, sem ekki hafa haldið út til veiða til margra ára, láta nú úr höfn en þrátt fyrir ítarlegar skoðanir sem bátarnir fara í gegnum til að öðlast haffæri bila hlutir þegar á þá fer að reyna að einhverju ráði sökum notkunarleysis. Nú er annað árið í strandveiðum hafið og er stórum flota smábáta róið til að ná að landi þeim 6.000 tonnum sem heimilt er að veiða. Afli sem ekki skiptist niður á einstaka báta heldur „fyrstur kemur - fyrstur fær" upp að 650 kg í hverri veiðiferð. Því til viðbótar fá menn aðeins að sækja þennan afla frá mánudögum til og með fimmtudaga. Af þessu má því ráða að óneitanlega keppast menn við að komast sem fyrst í veiði, áður en aflamagn viðkomandi svæðis klárast, og því hætta á að menn freistist m.a. til að leggja af stað þótt veður geti verið hryssingslegt fyrir viðkomandi bátastærð. Einn viðmælandi minn, sem þjónustar stóran hluta þessa strandveiðiflota, hafði á orði við mig að innan um í þessum hópi væru einstaklingar sem lítið eða ekkert hefðu komið nálægt veiðum sem þessum og er það sannarlega mikið áhyggjuefni. Engum er þó heimilt að fara til veiða nema með réttindi til stjórnar viðkomandi bát sem og lágmarksþekkingu á vélbúnaði. Þrátt fyrir að slík menntun sé til staðar gætu hafa liðið tugir ára síðan þeirra réttinda var aflað og þau í raun aldrei verið notuð til sjós. Þar sem ekki er lögskráð á þessa báta falla þeir utan við þá kröfu að þeir sem um borð eru hafi sótt öryggisfræðslu og að hún sé eigi eldri en fimm ára. Það er afar mikilvægt í eins hættulegu umhverfi sem sjórinn er að þeir sem hann stundi hafi sem fyllstu þekkingu á þeim hættum sem þar leynast og hvernig menn eigi að bera sig að ef óhöpp henda. Þetta er vissulega mikið áhyggjuefni allra þeirra sem eru vakandi yfir öryggi þessa flota. Alþingi hefur nýlega samþykkt ný lögskráningalög sjómanna sem munu taka gildi 1. nóvember nk. Þá munu lögin ná til allra skráningaskyldra skipa sem gerð eru út í atvinnuskyni en fram til þessa náðu lögin einungis til skipa yfir 20 brúttótonnum. Strandveiðiflotinn er nánast allur undir þessum mörkum. Í lögskráningalögunum er lögð öryggisfræðsluskylda á alla þá sem lögin ná til og mun því sú krafa ná til strandveiðiflotans frá og með næsta úthaldi. Og meira kemur til því endurmenntunar er einnig krafist og þá eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Þeir sem þar af leiðandi hafa áður sótt námskeið við Slysavarnaskóla sjómanna þurfa þá að sækja endurmenntun í öryggisfræðslu hafi liðið lengri tími en fimm ár frá námskeiði. Öryggisfræðsla sjómanna hefur sannarlega sýnt hversu mikilvægur þáttur hún er í daglegu lífi sjómannsins. Með tilkomu hennar fækkaði banaslysum sem og öðrum slysum umtalsvert og þeir eru ófáir sjómennirnir sem hafa lýst því í kjölfar atvika að sú þekking hafi bjargað lífi þeirra á neyðarstundu. Samkvæmt vef Fiskistofu sóttu 469 bátar veiðar í strandveiðikerfinu í maí og í júní voru þeir komnir í 615. Það er ljóst að mikill fjöldi manna, sem ekki eru á sjó að staðaldri, verða á sjó í sumar og því mikilvægt að þeir hafi öryggið í fyrsta sæti. Veður eru válynd við Íslandsstrendur jafnvel yfir sumarmánuðina og því til viðbótar er sjávarhitinn á bilinu 6 til 12° á Celsíus. Örlítið aðgæsluleysi getur því reynst afdrifaríkt. Beini ég því til strandveiðisjómanna að huga vel að viðhaldi og eftirliti með vélbúnaði, sækja sér menntun og kunnáttu í meðferð báta og öryggisbúnaðar sem og að gæta ýtrustu varkárni við sjósókn jafnvel þótt sumarveðráttan eigi að vera sú besta sem völ er á. En síðast og ekki síst að muna eftir tilkynningaskyldu íslenskra skipa og hafa hlustvörslu á rás 16 meðan á sjóferð stendur. Stundum öruggar strandveiðar við Íslandsstrendur.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun