Við erum sammála Jón Steindór Valdimarsson skrifar 10. ágúst 2010 06:30 Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, hefur tekið skynsama og raunsæja afstöðu til samningaviðræðna Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði í umræðum í ríkisútvarpinu 4. ágúst sl. að LÍÚ hefði tekið þátt í sjávarútvegshópi vegna samninganna og að þeirra markmið væri að tryggja eins góðan samning og kostur væri. Nú held ég að það sé ekki raunhæft að tala um það að þetta aðildarferli verði dregið til baka. Ég held að menn verði að ganga leiðina alla leið. Það er náttúrlega það mikilvægasta fyrir okkur er það að reyna að gera eins góðan samning eins og við mögulega getum fyrir Íslands hönd um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og önnur þau ágreiningsefni sem eru þar fyrir, til þess að menn geti tekið afstöðu, vegna þess að ef að á einhverjum tímapunkti menn taka þá ákvörðun um að fara þar inn, við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna, þá eru menn á móti, það getur sveiflast og þar af leiðandi er það algjört lykilatriði að menn reyni að ná ítrustu kröfum sínum fram í þeim samningaviðræðum sem eru fram undan," sagði formaður LÍÚ í viðtalinu. Beitum okkur af alefliÞetta viðhorf Adolfs er í fullu samræmi við það sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á 39. landsfundi flokksins 25. júní sl.: „En ég vil jafnframt að eitt sé alveg skýrt hvað mögulegt framhald þessa máls varðar. Ef viðræður við Evrópusambandið halda áfram þá er það skylda okkar að beita okkur af alefli fyrir því að hagsmuna Íslands verði gætt í hvívetna í viðræðuferlinu. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn gera allt sem í hans valdi stendur til að sá samningur sem kann að verða gerður við Evrópusambandið verji hagsmuni okkar Íslendinga sem allra best. Þjóðin tekur svo afstöðu til samningsins. Um þetta hljótum við öll að vera sammála," sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Alveg eins og LÍÚ lítur á málið er það hættuspil fyrir Sjálfstæðisflokkinn að freista þess að loka á umræðu og vera staðinn að því að spilla fyrir að besti hugsanlegi samningur verði lagður fyrir þjóðina. Þá er ferlið í raun ómarktækt og málið ekki til lykta leitt á réttum forsendum. Málið yrði því enn óútkljáð og héldi áfram að vera fleinn í þjóðmálaumræðunni. Lýðræðisins vegnaVinstri hreyfingin - grænt framboð tók raunsæja afstöðu til aðildarumsóknar við myndun núverandi ríkisstjórnar. Samfylkingin setti ESB umsókn á oddinn í alþingiskosningum sem þá voru nýafstaðnar og skýr þingmeirihluti var fyrir því að láta reyna á umsókn. Líklega hefur þorri Vinstri grænna metið það svo að Borgarahreyfingin og Framsóknarflokkurinn yrðu staðfastari í kosningaafstöðu sinni en raunin hefur orðið. Fyrir afstöðu meirihluta þingmanna VG voru full rök eins og kom fram hjá Ögmundi Jónassyni í grein í Morgunblaðinu 22. júní 2009: „Ég skal játa að sjálfur þarf ég að taka mér tak til að samþykkja umsóknarbeiðni að Evrópusambandinu. Það ætla ég hins vegar að gera lýðræðisins vegna. Ég vil að þjóðin taki sjálf ákvörðun milliliðalaust og til þess að geta tekið ákvörðun telur drjúgur hluti hennar sig þurfa að fá í hendur samningsdrög. Við þeim óskum tel ég að eigi að verða," sagði Ögmundur Jónasson, þáverandi ráðherra." Ögmundur hvikar ekki frá afstöðu sinni þrátt fyrir að andstaða hans við aðild hafi ekki breyst. Hann sagði þann 17. febrúar 2010 á Alþingi: „Ég vil fá úr því skorið hver vilji þjóðarinnar er í lýðræðislegum kosningum. Þetta er skýringin á stuðningi mínum við þessa aðildarumsókn. Hitt hefur ekkert breyst að ég er sjálfur mjög andvígur því að Ísland gangi í Evrópusambandið." Orð þessi féllu í umræðu um fyrirspurn frá Einari K. Guðfinnssyni alþingismanni um Evrópumálin. Teningunum er kastaðSamningaviðræður eru hafnar og við hljótum öll að taka undir með Bjarna Benediktssyni, Ögmundi Jónassyni og Adolf Guðmundssyni. Við hljótum öll að vera sammála um að leggjast á eitt um að ná fram sem bestum aðildarsamningi til þess að leggja fyrir þjóðina. Sannfærðum andstæðingum aðildar ætti að vera það fagnaðarefni að samningar skuli hafnir enda hafa þeir náð hörmulegum árangri í aðildarsamningum við sjálfa sig í fjölmiðlum á liðnum mánuðum. Verði niðurstaðan eitthvað í líkingu við þeirra spár munu þeir varla þurfa að óttast að hann verði samþykktur. Náist á hinn bóginn fram góður samningur, sem tekur mið af íslenskum grundvallarhagsmunum eins og Alþingi hefur lýst þeim, og stuðningsmenn aðildar hafa fulla trú á að sé hægt, þá er staðan gjörbreytt. Þá fyrst er hægt að hefja alvöru umræðu um kosti og galla aðildar, á grundvelli besta mögulega samnings þar sem allir hafa lagt hönd á plóg. Þjóðaratkvæðagreiðsla sker síðan úr um það hvort besti mögulegi samningur dugi til þess að Íslendingar vilji ganga í Evrópusambandið. Um þetta getum við verið sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, hefur tekið skynsama og raunsæja afstöðu til samningaviðræðna Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði í umræðum í ríkisútvarpinu 4. ágúst sl. að LÍÚ hefði tekið þátt í sjávarútvegshópi vegna samninganna og að þeirra markmið væri að tryggja eins góðan samning og kostur væri. Nú held ég að það sé ekki raunhæft að tala um það að þetta aðildarferli verði dregið til baka. Ég held að menn verði að ganga leiðina alla leið. Það er náttúrlega það mikilvægasta fyrir okkur er það að reyna að gera eins góðan samning eins og við mögulega getum fyrir Íslands hönd um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og önnur þau ágreiningsefni sem eru þar fyrir, til þess að menn geti tekið afstöðu, vegna þess að ef að á einhverjum tímapunkti menn taka þá ákvörðun um að fara þar inn, við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna, þá eru menn á móti, það getur sveiflast og þar af leiðandi er það algjört lykilatriði að menn reyni að ná ítrustu kröfum sínum fram í þeim samningaviðræðum sem eru fram undan," sagði formaður LÍÚ í viðtalinu. Beitum okkur af alefliÞetta viðhorf Adolfs er í fullu samræmi við það sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á 39. landsfundi flokksins 25. júní sl.: „En ég vil jafnframt að eitt sé alveg skýrt hvað mögulegt framhald þessa máls varðar. Ef viðræður við Evrópusambandið halda áfram þá er það skylda okkar að beita okkur af alefli fyrir því að hagsmuna Íslands verði gætt í hvívetna í viðræðuferlinu. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn gera allt sem í hans valdi stendur til að sá samningur sem kann að verða gerður við Evrópusambandið verji hagsmuni okkar Íslendinga sem allra best. Þjóðin tekur svo afstöðu til samningsins. Um þetta hljótum við öll að vera sammála," sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Alveg eins og LÍÚ lítur á málið er það hættuspil fyrir Sjálfstæðisflokkinn að freista þess að loka á umræðu og vera staðinn að því að spilla fyrir að besti hugsanlegi samningur verði lagður fyrir þjóðina. Þá er ferlið í raun ómarktækt og málið ekki til lykta leitt á réttum forsendum. Málið yrði því enn óútkljáð og héldi áfram að vera fleinn í þjóðmálaumræðunni. Lýðræðisins vegnaVinstri hreyfingin - grænt framboð tók raunsæja afstöðu til aðildarumsóknar við myndun núverandi ríkisstjórnar. Samfylkingin setti ESB umsókn á oddinn í alþingiskosningum sem þá voru nýafstaðnar og skýr þingmeirihluti var fyrir því að láta reyna á umsókn. Líklega hefur þorri Vinstri grænna metið það svo að Borgarahreyfingin og Framsóknarflokkurinn yrðu staðfastari í kosningaafstöðu sinni en raunin hefur orðið. Fyrir afstöðu meirihluta þingmanna VG voru full rök eins og kom fram hjá Ögmundi Jónassyni í grein í Morgunblaðinu 22. júní 2009: „Ég skal játa að sjálfur þarf ég að taka mér tak til að samþykkja umsóknarbeiðni að Evrópusambandinu. Það ætla ég hins vegar að gera lýðræðisins vegna. Ég vil að þjóðin taki sjálf ákvörðun milliliðalaust og til þess að geta tekið ákvörðun telur drjúgur hluti hennar sig þurfa að fá í hendur samningsdrög. Við þeim óskum tel ég að eigi að verða," sagði Ögmundur Jónasson, þáverandi ráðherra." Ögmundur hvikar ekki frá afstöðu sinni þrátt fyrir að andstaða hans við aðild hafi ekki breyst. Hann sagði þann 17. febrúar 2010 á Alþingi: „Ég vil fá úr því skorið hver vilji þjóðarinnar er í lýðræðislegum kosningum. Þetta er skýringin á stuðningi mínum við þessa aðildarumsókn. Hitt hefur ekkert breyst að ég er sjálfur mjög andvígur því að Ísland gangi í Evrópusambandið." Orð þessi féllu í umræðu um fyrirspurn frá Einari K. Guðfinnssyni alþingismanni um Evrópumálin. Teningunum er kastaðSamningaviðræður eru hafnar og við hljótum öll að taka undir með Bjarna Benediktssyni, Ögmundi Jónassyni og Adolf Guðmundssyni. Við hljótum öll að vera sammála um að leggjast á eitt um að ná fram sem bestum aðildarsamningi til þess að leggja fyrir þjóðina. Sannfærðum andstæðingum aðildar ætti að vera það fagnaðarefni að samningar skuli hafnir enda hafa þeir náð hörmulegum árangri í aðildarsamningum við sjálfa sig í fjölmiðlum á liðnum mánuðum. Verði niðurstaðan eitthvað í líkingu við þeirra spár munu þeir varla þurfa að óttast að hann verði samþykktur. Náist á hinn bóginn fram góður samningur, sem tekur mið af íslenskum grundvallarhagsmunum eins og Alþingi hefur lýst þeim, og stuðningsmenn aðildar hafa fulla trú á að sé hægt, þá er staðan gjörbreytt. Þá fyrst er hægt að hefja alvöru umræðu um kosti og galla aðildar, á grundvelli besta mögulega samnings þar sem allir hafa lagt hönd á plóg. Þjóðaratkvæðagreiðsla sker síðan úr um það hvort besti mögulegi samningur dugi til þess að Íslendingar vilji ganga í Evrópusambandið. Um þetta getum við verið sammála.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar