Íslenski boltinn

Landsliðslæknirinn skoðar Katrínu milli fjögur og fimm

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Jónsdóttir tekur við blómvendi fyrir síðasta landsleik sinn sem var sá hundraðasti í röðinni.
Katrín Jónsdóttir tekur við blómvendi fyrir síðasta landsleik sinn sem var sá hundraðasti í röðinni.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi í dag, að það væri tæpt að landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir gæti spilað á móti Frökkum á laugardaginn eftir að hún meiddist illa á ökkla í bikarúrslitaleiknum í gær.

„Katrín er að fara í röntgen-myndatöku í dag og hittir síðan lækni kvennalandsliðsins sem mun skoða hana á milli fjögur og fimm í dag," sagði Sigurður Ragnar en leikurinn á móti Frökkum mun ráða því hvort íslenska kvennalandsliðið komist upp úr sínum riðli og eigi þar með áfram möguleika á komast inn í úrslitakeppni HM.

„Hún tognaði innanvert á ökklanum en það á eftir að koma betur í ljós í dag eða á morgun hversu alvarlega meiðslin eru. Hún spilaði á annarri löppinni í 30 mínútur í bikarúrslitaleiknum og leit ekki rosalega vel út á vellinum þá," sagði Sigurður Ragnar.

„Ég vona það besta en við eigum eftir að komast betur af því hversu alvarlega meiðslin eru," sagði Sigurður Ragnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×