Ráðherrararaunir 19. janúar 2010 06:00 Jón Gunnarsson svarar Katrínu Júlíusdóttur. Katrín Júlíusdóttir staðfesti í þættinum Á Sprengisandi að þau verkefni sem iðnaðarráðuneytið hefur unnið að með erlendum aðilum væru öll komin í óvissu. Ég lagði henni ekki þau orð í munn eins og hún fullyrðir í Fréttablaðinu. Það ætti að vera mjög hagkvæmt fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslensku atvinnulífi eins og staðan er í dag. Veik króna þýðir að þeir fá mikið fyrir sitt fé; vinnulaun og allur kostnaður innanlands er hagfelldur. Það hefur ekkert með Ice Save að gera hvort hér er áhugavert fyrir erlenda aðila að fjárfesta eins og ráðherrann ímyndar sér. Það eru allt aðrar ástæður sem ráða því. Á ótrúlega stuttum tíma hefur þessari ríkisstjórn tekist að glutra niður því trausti sem á mörgum árum hafði tekist vinna Íslandi sem áhugaverðu landi fyrir uppbyggingu, m.a. í orkufrekum iðnaði. Það hefur hún gert með því að einbeita sér að því að leggja sem flesta steina í götu þeirra sem hér hafa verið í framkvæmdahugleiðingum. Nærtækt er að nefna uppbyggingu á Bakka við Húsavík, framkvæmdir í Helguvík og aðgerðir Samfylkingarinnar í Hafnarfirði vegna stækkunar í Straumsvík. Allt eru þetta verkefni sem eru okkur lífsnauðsynleg til að auka framleiðslu á útflutningsvörum til að efla hagvöxt í landinu. Skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar hafa sýnt þessum áhugasömu aðilum það að því einu má treysta, þegar vinstri vitleysan fer af stað, að starfsumhverfi atvinnulífsins er stórskaðað með fjandsamlegum aðgerðum. Það samkeppnisforskot sem Ísland hafði á mörg önnur lönd lá í duglegu vinnusömu fólki, stöðugu pólitísku umhverfi og hagfelldu skattumhverfi. Þau atriði vógu þungt í samanburði við aðra valkosti sem buðu jafnvel uppá ódýrara vinnuafl og lægra orkuverð. Sá tími er því miður liðinn í bili og nú treysta hvorki erlendir né innlendir aðilar stjórnarfarinu hér, með skelfilegum afleiðingum fyrir uppbyggingu atvinnulífs. Skiljanlega halda allir að sér höndum þegar svona er komið. Ráðherranum virðist fyrirmunað að sjá þetta og fer honum þar líkt og öðrum í þeirri gæfulausu ríkisstjórn sem hún starfar í. Þar leiðir haltur blindan. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson svarar Katrínu Júlíusdóttur. Katrín Júlíusdóttir staðfesti í þættinum Á Sprengisandi að þau verkefni sem iðnaðarráðuneytið hefur unnið að með erlendum aðilum væru öll komin í óvissu. Ég lagði henni ekki þau orð í munn eins og hún fullyrðir í Fréttablaðinu. Það ætti að vera mjög hagkvæmt fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslensku atvinnulífi eins og staðan er í dag. Veik króna þýðir að þeir fá mikið fyrir sitt fé; vinnulaun og allur kostnaður innanlands er hagfelldur. Það hefur ekkert með Ice Save að gera hvort hér er áhugavert fyrir erlenda aðila að fjárfesta eins og ráðherrann ímyndar sér. Það eru allt aðrar ástæður sem ráða því. Á ótrúlega stuttum tíma hefur þessari ríkisstjórn tekist að glutra niður því trausti sem á mörgum árum hafði tekist vinna Íslandi sem áhugaverðu landi fyrir uppbyggingu, m.a. í orkufrekum iðnaði. Það hefur hún gert með því að einbeita sér að því að leggja sem flesta steina í götu þeirra sem hér hafa verið í framkvæmdahugleiðingum. Nærtækt er að nefna uppbyggingu á Bakka við Húsavík, framkvæmdir í Helguvík og aðgerðir Samfylkingarinnar í Hafnarfirði vegna stækkunar í Straumsvík. Allt eru þetta verkefni sem eru okkur lífsnauðsynleg til að auka framleiðslu á útflutningsvörum til að efla hagvöxt í landinu. Skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar hafa sýnt þessum áhugasömu aðilum það að því einu má treysta, þegar vinstri vitleysan fer af stað, að starfsumhverfi atvinnulífsins er stórskaðað með fjandsamlegum aðgerðum. Það samkeppnisforskot sem Ísland hafði á mörg önnur lönd lá í duglegu vinnusömu fólki, stöðugu pólitísku umhverfi og hagfelldu skattumhverfi. Þau atriði vógu þungt í samanburði við aðra valkosti sem buðu jafnvel uppá ódýrara vinnuafl og lægra orkuverð. Sá tími er því miður liðinn í bili og nú treysta hvorki erlendir né innlendir aðilar stjórnarfarinu hér, með skelfilegum afleiðingum fyrir uppbyggingu atvinnulífs. Skiljanlega halda allir að sér höndum þegar svona er komið. Ráðherranum virðist fyrirmunað að sjá þetta og fer honum þar líkt og öðrum í þeirri gæfulausu ríkisstjórn sem hún starfar í. Þar leiðir haltur blindan. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar