Reynir Sigurðsson: Kosningabarátta í boði Reykjanesbæjar 14. maí 2010 11:24 Nú er mælirinn fullur. Nýútkominn glansbæklingur Sjálfstæðisflokksins er kostaður af útsvarsgreiðendum í Reyknesbæ. Svo gott sem allar myndirnar sem í honum eru hafa áður birst í kynningar og upplýsingaefni Reykjanesbæjar. Ekki þarf annað en renna yfir bæklinginn. Þetta sér hver hugsandi maður. Á erfiðum tímum þegar kennurum er gert að fara sparlega með pappír og strangar reglur gilda um ljósritun efnis fyrir börnin okkar fáum við um lúguna glansbækling frá eignarhaldsfélaginu Fasteign með mynd af bæjarstjóranum. Þetta er meðal þess sem Reykjanesbær stendur undir í formi leigu á skólum og öðrum innviðum samfélagsins sem sólundað var í einkavæðingunni. Við fáum kort af nýja göngustígnum, með mynd af bæjarstjóranum. Okkur er boðið í rútuferðir um bæjarfélagið þar sem bæjarstjórinn er leiðsögumaður og hvert sem maður lítur sér maður myndir af bæjarstjóranum til að auglýsa „íbúafundi“. Hvað er þetta annað en kosningaráróður borgaður af bæjarfélaginu. Er virkilega þannig komið fyrir sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ að hann skyrrist ekki við að nota almannafé sér til framdráttar í kosningabaráttu? Er siðferðið algjörlega komið á núllpunkt? Svarið er því miður JÁ. Það er nöturlegt í ljósi alls sem á undan er gengið í þjóðfélaginu að sjálfstæðismenn hér í Reykjanesbæ séu enn með höfuðið í sandinum. Neita að opna augun fyrir því að hér átti sér stað hrun sem ekki á sér hliðstæðu á byggðu bóli, jafnvel á heimsvísu. Þrátt fyrir það svífast menn einskis og fara í vasa allra bæjarbúa til að kosta kosningabaráttu sína. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ neitar að taka þátt í að læra af hruninu, læra af skýrslunni. Bankarnir voru rændir innanfrá og það sama hefur gerst í sveitarfélaginu okkar og er enn að gerast. Fyrst voru það skólarnir og íþróttahúsin, svo var það Hitaveitan. Og hverjir fengu stór kúlulán hjá Sparisjóði Keflavíkur áður en hann fór á hausinn? Dómgreindarleysi, siðleysi og vanmáttur Sjálfstæðisflokksins er augljóst. Þurfum við frekari vitna við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nú er mælirinn fullur. Nýútkominn glansbæklingur Sjálfstæðisflokksins er kostaður af útsvarsgreiðendum í Reyknesbæ. Svo gott sem allar myndirnar sem í honum eru hafa áður birst í kynningar og upplýsingaefni Reykjanesbæjar. Ekki þarf annað en renna yfir bæklinginn. Þetta sér hver hugsandi maður. Á erfiðum tímum þegar kennurum er gert að fara sparlega með pappír og strangar reglur gilda um ljósritun efnis fyrir börnin okkar fáum við um lúguna glansbækling frá eignarhaldsfélaginu Fasteign með mynd af bæjarstjóranum. Þetta er meðal þess sem Reykjanesbær stendur undir í formi leigu á skólum og öðrum innviðum samfélagsins sem sólundað var í einkavæðingunni. Við fáum kort af nýja göngustígnum, með mynd af bæjarstjóranum. Okkur er boðið í rútuferðir um bæjarfélagið þar sem bæjarstjórinn er leiðsögumaður og hvert sem maður lítur sér maður myndir af bæjarstjóranum til að auglýsa „íbúafundi“. Hvað er þetta annað en kosningaráróður borgaður af bæjarfélaginu. Er virkilega þannig komið fyrir sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ að hann skyrrist ekki við að nota almannafé sér til framdráttar í kosningabaráttu? Er siðferðið algjörlega komið á núllpunkt? Svarið er því miður JÁ. Það er nöturlegt í ljósi alls sem á undan er gengið í þjóðfélaginu að sjálfstæðismenn hér í Reykjanesbæ séu enn með höfuðið í sandinum. Neita að opna augun fyrir því að hér átti sér stað hrun sem ekki á sér hliðstæðu á byggðu bóli, jafnvel á heimsvísu. Þrátt fyrir það svífast menn einskis og fara í vasa allra bæjarbúa til að kosta kosningabaráttu sína. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ neitar að taka þátt í að læra af hruninu, læra af skýrslunni. Bankarnir voru rændir innanfrá og það sama hefur gerst í sveitarfélaginu okkar og er enn að gerast. Fyrst voru það skólarnir og íþróttahúsin, svo var það Hitaveitan. Og hverjir fengu stór kúlulán hjá Sparisjóði Keflavíkur áður en hann fór á hausinn? Dómgreindarleysi, siðleysi og vanmáttur Sjálfstæðisflokksins er augljóst. Þurfum við frekari vitna við?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar