Körfubolti

Skil ekki hvað Svíar kalla nágrannaslagi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson.

Lið þeirra Hlyns Bæringssonar og Jakobs Arnar Sigurðarsonar, Sundsvall Dragons, á mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld er það mætir toppliði deildarinnar, LF Basket.

Sundsvall hefur leikið færri leiki og með sigri í kvöld nær liðið að jafna tapleiki liðanna og blanda sér enn frekar í toppbaráttu deildarinnar.

"Þetta verður hörkuleikur. Það er talað um að þetta sé nágrannaslagur en ég skil það ekki alveg þar sem það er átta tíma rútuferð þangað. Maður er kominn langleiðina á Norðurpólinn er maður fer þangað og ég skil því ekki alveg hvað þeir kalla nágrannaslagi hérna í Svíþjóð," segir Hlynur Bæringsson við Vísi í dag en hann var vel gíraður í leikinn.

"Þetta er ekkert Keflavík gegn Njarðvík þar sem menn labba á völlinn. Við erum vel stemmdir og ætlum okkur stóra hluti í þessum leik. Það væri flott að fá sigur og fara afar glaður inn í jólin," segir Hlynur sem mun halda jólin hátíðleg í Svíþjóð enda á hann aftur leik annan í jólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×