Íslenski boltinn

Leiknir vann ÍA og fór á toppinn - gott kvöld fyrir Breiðholtið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Arnþór
Leiknir er kominn í toppsæti 1. deildar karla í fótbolta eftir 1-0 sigur á ÍA upp á Akranesi í kvöld. Leiknir er með þriggja stiga forskot á Þór Akureyri og Víking sem eiga leik inni og mætast á morgun.

Kjartan Andri Baldvinsson skoraði sigurmark Leiknisliðsins beint úr hornspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Skagamenn voru manni færri síðustu 35 mínútur leiksins eftir að Andri Geir Alexandersson fékk að líta rauða spjaldið.

Þetta var gott kvöld fyrir Breiðholtið því ÍR vann 2-1 sigur á HK í hinum leik kvöldsins og er nú komið upp í fjórða sætið, fimm stigum á eftir nágrönnum sínum úr efra Breiðholtinu.

Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í kvöld:

ÍA-Leiknir R. 0-1

0-1 Kjartan Andri Baldvinsson

ÍR-HK 2-1

1-0 Björn Viðar Ásbjörnsson, 2-0 Elías Ingi Árnason, 2-1 Samúel Arnar Kjartansson.

Upplýsingar um markaskorara eru fengar frá netsíðunni fótbolti.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×