Steingrímur J. Sigfússon: Um fátækt á Íslandi Steingrímur J. Sigfússon skrifar 15. apríl 2010 06:00 Til að fyrirbyggja misskilning vil ég gera grein fyrir viðhorfum mínum til þeirrar dapurlegu staðreyndar að fátækt er til staðar á Íslandi. Aðspurður um þessi efni á blaðmannafundi í lok síðustu viku reifaði ég mín viðhorf til þessa stuttlega en a.m.k. einn fréttamaður kaus að hafa það eitt eftir mér að fátækt hér væri lítil borið saman við nálæg lönd. Hjá honum kom ekki fram að ég hefði þar verið að ræða um stöðu Íslands í samanburði við önnur lönd eins og hún var þegar best lét og áður en fór að síga á ógæfuhliðina. Ekki fylgdi heldur fréttinni að því miður væri ljóst að aðstæður hefðu þróast til verri vegar og engin leið væri að horfa fram hjá því að sífellt fleiri ættu í erfiðleikum með að komast af. Á löngu árabili nýfrjálshyggjustefnunnar fór lífskjara- og aðstöðumunur vaxandi á Íslandi. Sést það m.a. þegar er skoðað hvernig svonefndur Gini-stuðull fyrir Ísland hækkaði jafnt og þétt. Launamunur fór vaxandi og skattbyrði fluttist af háum launum, fjármagnstekjum og stóreignum yfir á almenna launamenn, eins og viðamiklar rannsóknir Stefáns Ólafssonar sýna. Núverandi ríkisstjórn hefur gerbreytt áherslum í þessum efnum, þó svo sannarlega væri æskilegt að hægt væri að gera betur. Má í því sambandi nefna eftirfarandi: Tekjuskattskerfinu var breytt með upptöku þrepaskipts tekjuskatts og með sérstöku lágtekjuþrepi sem hlífir tekjulágu fólki, með laun undir 270 þúsund kónum á mánuði, við skattahækkunum þó skattar annarra hafi hækkað. Neðra þrepi í virðisaukaskatti var ekki breytt og mikilvægasta neysluvara heimilanna, maturinn, þannig varin fyrir hækkunum. Vaxtabætur, sem eru þannig tekjutengdar að þær ganga einkum til fólks með lágar og upp í meðaltekjur, voru hækkaðar sérstaklega um nálægt 2.400 milljónum króna á síðasta ári og aftur í ár. Grunnupphæðir atvinnuleysisbóta, lámarkstrygging almannatrygginga, barnabætur og húsaleigubætur, sem höfðu hækkað umtalsvert 2007, voru ekki skertar þó kaupmáttur þessara fjárhæða hafi vissulega skerst á tímum gengisfalls og verðbólgu. Með hækkun skatta á hina tekjuhærri, hækkun fjármagnstekjuskatts, upptöku auðlegðarskatts á stóreignafólk og hækkun skatta á hagnað fyrirtækja er reynt að afla tekna til að standa undir samneyslunni og mæta óumflýjanlegum kostnaði sem á hinu opinbera lendir vegna efnahagshrunsins með eins réttlátum hætti og hægt er. Því miður er fátækt staðreynd sem ekki má horfa fram hjá og fer glíman við hana harðnandi á þeim erfiðleikatímum sem nú eru. Ríki og sveitarfélög þurfa í samstarfi við samtök og stofnanir sem málið varðar, að vinna náið saman í þeirri glímu. Efla þarf rannsóknir og greina stöðu mála í núinu betur, því gögn skortir þrátt fyrir virðingaverða eljusemi einstakra fræðimanna eins og Hörpu Njálsdóttur og Stefáns Ólafssonar. Tilfinnanlegast er þegar fátæktin bitnar á börnum og eitt sem hlýtur að koma til skoðunar sérstaklega er aukinn stuðningur við tekjulága einstæða foreldra og barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Til að fyrirbyggja misskilning vil ég gera grein fyrir viðhorfum mínum til þeirrar dapurlegu staðreyndar að fátækt er til staðar á Íslandi. Aðspurður um þessi efni á blaðmannafundi í lok síðustu viku reifaði ég mín viðhorf til þessa stuttlega en a.m.k. einn fréttamaður kaus að hafa það eitt eftir mér að fátækt hér væri lítil borið saman við nálæg lönd. Hjá honum kom ekki fram að ég hefði þar verið að ræða um stöðu Íslands í samanburði við önnur lönd eins og hún var þegar best lét og áður en fór að síga á ógæfuhliðina. Ekki fylgdi heldur fréttinni að því miður væri ljóst að aðstæður hefðu þróast til verri vegar og engin leið væri að horfa fram hjá því að sífellt fleiri ættu í erfiðleikum með að komast af. Á löngu árabili nýfrjálshyggjustefnunnar fór lífskjara- og aðstöðumunur vaxandi á Íslandi. Sést það m.a. þegar er skoðað hvernig svonefndur Gini-stuðull fyrir Ísland hækkaði jafnt og þétt. Launamunur fór vaxandi og skattbyrði fluttist af háum launum, fjármagnstekjum og stóreignum yfir á almenna launamenn, eins og viðamiklar rannsóknir Stefáns Ólafssonar sýna. Núverandi ríkisstjórn hefur gerbreytt áherslum í þessum efnum, þó svo sannarlega væri æskilegt að hægt væri að gera betur. Má í því sambandi nefna eftirfarandi: Tekjuskattskerfinu var breytt með upptöku þrepaskipts tekjuskatts og með sérstöku lágtekjuþrepi sem hlífir tekjulágu fólki, með laun undir 270 þúsund kónum á mánuði, við skattahækkunum þó skattar annarra hafi hækkað. Neðra þrepi í virðisaukaskatti var ekki breytt og mikilvægasta neysluvara heimilanna, maturinn, þannig varin fyrir hækkunum. Vaxtabætur, sem eru þannig tekjutengdar að þær ganga einkum til fólks með lágar og upp í meðaltekjur, voru hækkaðar sérstaklega um nálægt 2.400 milljónum króna á síðasta ári og aftur í ár. Grunnupphæðir atvinnuleysisbóta, lámarkstrygging almannatrygginga, barnabætur og húsaleigubætur, sem höfðu hækkað umtalsvert 2007, voru ekki skertar þó kaupmáttur þessara fjárhæða hafi vissulega skerst á tímum gengisfalls og verðbólgu. Með hækkun skatta á hina tekjuhærri, hækkun fjármagnstekjuskatts, upptöku auðlegðarskatts á stóreignafólk og hækkun skatta á hagnað fyrirtækja er reynt að afla tekna til að standa undir samneyslunni og mæta óumflýjanlegum kostnaði sem á hinu opinbera lendir vegna efnahagshrunsins með eins réttlátum hætti og hægt er. Því miður er fátækt staðreynd sem ekki má horfa fram hjá og fer glíman við hana harðnandi á þeim erfiðleikatímum sem nú eru. Ríki og sveitarfélög þurfa í samstarfi við samtök og stofnanir sem málið varðar, að vinna náið saman í þeirri glímu. Efla þarf rannsóknir og greina stöðu mála í núinu betur, því gögn skortir þrátt fyrir virðingaverða eljusemi einstakra fræðimanna eins og Hörpu Njálsdóttur og Stefáns Ólafssonar. Tilfinnanlegast er þegar fátæktin bitnar á börnum og eitt sem hlýtur að koma til skoðunar sérstaklega er aukinn stuðningur við tekjulága einstæða foreldra og barnafjölskyldur.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun