Að ala upp barn 27. janúar 2010 06:00 Bryndís Haraldsdóttir skrifar um uppeldismál Foreldrahlutverkið er án ef mikilvægast hlutverk okkar sem því gegnum. Að vita muninn á réttu og röngu er ekki nóg heldur þurfum við að finna leiðir til að skapa hverjum einstaklingi tækifæri til að þroskast og verða gegn samfélagsþegn. Hverju barni fylgir 18 ára ábyrgð því foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. Skólar og leikskólar hafa á undanförnum árum tekið að sér stærri hluta af uppeldi barna og lýsir það fyrst og fremst breyttum aðstæðum í samfélaginu. En þó skólar beri mikla ábyrgð á börnum þessa samfélags þá þýðir það ekki að ábyrgð okkar foreldra minnki. Þeim mun mikilvægara er að samstarf þessara aðila sé gott. Foreldrar eiga að vera hluti af skólasamfélaginu. Með öflugu og góðu samstarfi skóla, heimilis og tómstundastarfs getum við byggt upp sterkari einstaklinga til framtíðar. Það að foreldrar séu í virku og góðu samstarfi við kennara og aðra starfsmenn skólanna er ekki nægjanlegt. Einnig er mikilvægt að foreldrar þekkist sín á milli og geti rætt saman ef eitthvað kemur upp á. Samband bekkjakennara og foreldra þarf að vera gott þannig að kennari finni fyrir stuðningi hjá foreldrum og öfugt. Öflugt foreldrastarf hefur jafnframt mikið forvarnagildi og tryggir ákveðnari ramma utan um uppeldi barna og unglinga, til dæmis hvað varðar útivistartíma, tölvunotkun, sjónvarpsáhorf og fleira. Foreldrar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þróun skólastarfs og þurfa að eiga fulltrúa í stjórnun skólanna. Með nýjum menntalögum er búið að festa þetta í sessi en þar kemur fram að foreldrar skuli eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í skólaráði hvers skóla. Mikilvægt er að skólaráð taki virkan þátt í mótun og uppbyggingu skólastarfsins og að það hafi raunveruleg áhrif á stefnu og þróun skólans en sé ekki vettvangur til þess eins að gefa upplýsingar um það sem þegar hefur verið ákveðið. Skólar og leikskólar landsins standa frammi fyrir mjög krefjandi verkefni. Á síðustu árum hefur gæði skólastarfs aukist svo um munar og því hefur fylgt aukið fjármagn. Nú er staðan sú að allir skólar á landinu þurfa að hagræða verulega en á sama tíma er gerð krafa um að þjónusta við börnin sé skert sem minnst. Við þessar aðstæður er mikilvægt sem aldrei fyrr að foreldrar séu með í ráðum og að fulltrúi foreldra taki virkan þátt í því að móta tillögur að hagræðingu. Foreldrar eru auðlind í skólastarfinu og nauðsynlegt er að nýta þá auðlind með skynsamlegum hætti. Höfundur situr í stjórn Heimilis og skóla landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir skrifar um uppeldismál Foreldrahlutverkið er án ef mikilvægast hlutverk okkar sem því gegnum. Að vita muninn á réttu og röngu er ekki nóg heldur þurfum við að finna leiðir til að skapa hverjum einstaklingi tækifæri til að þroskast og verða gegn samfélagsþegn. Hverju barni fylgir 18 ára ábyrgð því foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. Skólar og leikskólar hafa á undanförnum árum tekið að sér stærri hluta af uppeldi barna og lýsir það fyrst og fremst breyttum aðstæðum í samfélaginu. En þó skólar beri mikla ábyrgð á börnum þessa samfélags þá þýðir það ekki að ábyrgð okkar foreldra minnki. Þeim mun mikilvægara er að samstarf þessara aðila sé gott. Foreldrar eiga að vera hluti af skólasamfélaginu. Með öflugu og góðu samstarfi skóla, heimilis og tómstundastarfs getum við byggt upp sterkari einstaklinga til framtíðar. Það að foreldrar séu í virku og góðu samstarfi við kennara og aðra starfsmenn skólanna er ekki nægjanlegt. Einnig er mikilvægt að foreldrar þekkist sín á milli og geti rætt saman ef eitthvað kemur upp á. Samband bekkjakennara og foreldra þarf að vera gott þannig að kennari finni fyrir stuðningi hjá foreldrum og öfugt. Öflugt foreldrastarf hefur jafnframt mikið forvarnagildi og tryggir ákveðnari ramma utan um uppeldi barna og unglinga, til dæmis hvað varðar útivistartíma, tölvunotkun, sjónvarpsáhorf og fleira. Foreldrar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þróun skólastarfs og þurfa að eiga fulltrúa í stjórnun skólanna. Með nýjum menntalögum er búið að festa þetta í sessi en þar kemur fram að foreldrar skuli eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í skólaráði hvers skóla. Mikilvægt er að skólaráð taki virkan þátt í mótun og uppbyggingu skólastarfsins og að það hafi raunveruleg áhrif á stefnu og þróun skólans en sé ekki vettvangur til þess eins að gefa upplýsingar um það sem þegar hefur verið ákveðið. Skólar og leikskólar landsins standa frammi fyrir mjög krefjandi verkefni. Á síðustu árum hefur gæði skólastarfs aukist svo um munar og því hefur fylgt aukið fjármagn. Nú er staðan sú að allir skólar á landinu þurfa að hagræða verulega en á sama tíma er gerð krafa um að þjónusta við börnin sé skert sem minnst. Við þessar aðstæður er mikilvægt sem aldrei fyrr að foreldrar séu með í ráðum og að fulltrúi foreldra taki virkan þátt í því að móta tillögur að hagræðingu. Foreldrar eru auðlind í skólastarfinu og nauðsynlegt er að nýta þá auðlind með skynsamlegum hætti. Höfundur situr í stjórn Heimilis og skóla landssamtaka foreldra.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar