Íslenski boltinn

Hjörtur Logi: Þetta var mjög erfitt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

„Skotarnir mættu afar ákveðnir til leiks í kvöld og þetta var mjög erfitt,“ sagði FH-ingurinn Hjörtur Logi Valgarðsson eftir 2-1 sigur Íslands á Skotum í kvöld.

Sigurinn tryggði Íslandi sæti í úrslitakeppni EM sem haldin verður í Danmörku á næsta ári.

„Við vorum svolítið á hælunum í fyrri hálfleik. Við vorum að tapa einvígum og missa boltann á hættulegum stöðum. En seinni hálfleikur var mun betri. Okkur tókst að loka á ákveðin svæði og spila betur. Svo komu mörkin frá Gylfa sem gerðu útslagið.“

„Við misstum aldrei hausinn í leiknum þó svo að við höfðum ekki nægilega góða stjórn á leiknum lengi vel. Þeir voru einfaldlega að spila vel og við vorum í erfiðleikum við þá.“

„Þeir urðu að sækja á okkur og ná marki á okkur sem fyrst. Þetta var allt annað lið en í fyrri leiknum og það kom okkur á óvart. Það tók smá tíma að ná smá takti í liðið en það kom sem betur fer.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×