Eyjafjörður á lífi – samt er ekkert álver Svavar Gestsson skrifar 15. október 2010 06:00 Það var aðalfyrirsögn risastór á forsíðu Tímans 17. maí 1990: „Þeir treysta á álver til bjargar Eyjafirði." Sagt var frá 400-500 manna fundi sem haldinn var á Akureyri sem krafðist álvers þegar í stað. Inni í blaðinu er opna sem segir frá fundinum. Málið minnir á álversumræðuna þessa dagana á Húsavík og Helguvík. Það fer illa með byggðarlögin að bíða eftir álverum. Á meðan gerist ekkert. Akureyri ákvað að hætta að bíða eftir álveri og sjá: 20 árum seinna er Akureyri samt til og Eyjafjörður. Hvernig stóð á því að Eyjafjörður lifði það af að fá ekkert álver? Tíu árum seinna er enn verið að tala um að leysa allt með álverum og þá skrifaði kona í Fréttablaðið og spurði sömu spurninga og við hin spyrjum þessa dagana. Kristín Helga Gunnarsdóttir spurði í Fréttablaðinu: „Dettur mönnum ekkert annað í hug en álver: Nú eru tímar skyndilausna. ...Álið mun bjarga byggðinni hringinn í kringum landið frá því að líða undir lok. ... Fleiri stóriðjudraumar leynast sjálfsagt í pússi hugmyndaauðugra ráðamanna og vel má vera að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum í álklæddri framtíðarsýn fyrir Ísland." Var Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að byggja álver í Eyjafirði - spurt er af því að hann stjórnaði landinu frá 1991? Hann byggði álver á Reyðarfirði og Kárahnjúkaflokkarnir hafa sinn sess í Íslandssögunni. Ekki voru það ráðherrar Alþýðubandalagsins eða Vinstri grænna sem stoppuðu þessar stórkostlegu framfarir fyrir Eyfirðinga. Hryðjuverkakonan í umhverfisráðuneytinu var ekki komin til starfa. Af hverju reis þá ekki álver í Eyjafirði - 20 álver á Íslandi sagði einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins um 1970. Það var þeirra álklædda framtíðarsýn. Hvar var Landsvirkjun 1990, stjórnað þá og lengi síðar þar til nú af Sjálfstæðisflokknum? Það er næsta öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn og meðhjálparar hans hefðu látið reisa öll þessi álver ef álhringarnir hefðu haft áhuga á því. Þökk sé áhugaleysi álhringanna og einni og einni vinstri stjórn fyrir að það var ekki gert. Og Eyjafjörður? Er hann kannski í eyði? Umræðurnar um álver í Eyjafirði jukust um allan helming þegar Sovétríkin hrundu af því að iðnfyrirtækin á Akureyri höfðu markað fyrir vörur sínar í Sovétríkjunum. Nei, Eyjafjörður er ekki í eyði. Þar hafa menn snúið sér að uppbyggingu fjölþættrar atvinnustarfsemi. Háskólinn er kórónan á sköpunarverkinu og þessa sömu daga og rætt var um álver í Eyjafirði vorum við að opna sjávarútvegsbraut við Háskólann á Akureyri. Er hægt að læra eitthvað af þessu? Glöggur kunningi minn benti mér á þetta í gær: Álversumræðan núna er eins og um álverið í Eyjafirði, sagði hann. Er ekki rétt að rifja það aðeins upp. Það hefur verið gert hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það var aðalfyrirsögn risastór á forsíðu Tímans 17. maí 1990: „Þeir treysta á álver til bjargar Eyjafirði." Sagt var frá 400-500 manna fundi sem haldinn var á Akureyri sem krafðist álvers þegar í stað. Inni í blaðinu er opna sem segir frá fundinum. Málið minnir á álversumræðuna þessa dagana á Húsavík og Helguvík. Það fer illa með byggðarlögin að bíða eftir álverum. Á meðan gerist ekkert. Akureyri ákvað að hætta að bíða eftir álveri og sjá: 20 árum seinna er Akureyri samt til og Eyjafjörður. Hvernig stóð á því að Eyjafjörður lifði það af að fá ekkert álver? Tíu árum seinna er enn verið að tala um að leysa allt með álverum og þá skrifaði kona í Fréttablaðið og spurði sömu spurninga og við hin spyrjum þessa dagana. Kristín Helga Gunnarsdóttir spurði í Fréttablaðinu: „Dettur mönnum ekkert annað í hug en álver: Nú eru tímar skyndilausna. ...Álið mun bjarga byggðinni hringinn í kringum landið frá því að líða undir lok. ... Fleiri stóriðjudraumar leynast sjálfsagt í pússi hugmyndaauðugra ráðamanna og vel má vera að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum í álklæddri framtíðarsýn fyrir Ísland." Var Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að byggja álver í Eyjafirði - spurt er af því að hann stjórnaði landinu frá 1991? Hann byggði álver á Reyðarfirði og Kárahnjúkaflokkarnir hafa sinn sess í Íslandssögunni. Ekki voru það ráðherrar Alþýðubandalagsins eða Vinstri grænna sem stoppuðu þessar stórkostlegu framfarir fyrir Eyfirðinga. Hryðjuverkakonan í umhverfisráðuneytinu var ekki komin til starfa. Af hverju reis þá ekki álver í Eyjafirði - 20 álver á Íslandi sagði einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins um 1970. Það var þeirra álklædda framtíðarsýn. Hvar var Landsvirkjun 1990, stjórnað þá og lengi síðar þar til nú af Sjálfstæðisflokknum? Það er næsta öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn og meðhjálparar hans hefðu látið reisa öll þessi álver ef álhringarnir hefðu haft áhuga á því. Þökk sé áhugaleysi álhringanna og einni og einni vinstri stjórn fyrir að það var ekki gert. Og Eyjafjörður? Er hann kannski í eyði? Umræðurnar um álver í Eyjafirði jukust um allan helming þegar Sovétríkin hrundu af því að iðnfyrirtækin á Akureyri höfðu markað fyrir vörur sínar í Sovétríkjunum. Nei, Eyjafjörður er ekki í eyði. Þar hafa menn snúið sér að uppbyggingu fjölþættrar atvinnustarfsemi. Háskólinn er kórónan á sköpunarverkinu og þessa sömu daga og rætt var um álver í Eyjafirði vorum við að opna sjávarútvegsbraut við Háskólann á Akureyri. Er hægt að læra eitthvað af þessu? Glöggur kunningi minn benti mér á þetta í gær: Álversumræðan núna er eins og um álverið í Eyjafirði, sagði hann. Er ekki rétt að rifja það aðeins upp. Það hefur verið gert hér.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun