Íslenski boltinn

Eyjólfur velur U-21 árs hópinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum sem fyrr.
Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum sem fyrr. Mynd/Stefán

Eyjólfur Gjafar Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í undankeppni EM 2011.

Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni en það er Blikinn Kristinn Jónsson.

Íslenska liðinu hefur gengið vel í undankeppninni og er í öðru sæti riðilsins með 12 stig eftir 5 leiki. Þjóðverjar eru í þriðja sæti með 7 stig eftir fjóra leiki. Það er því mikið undir í þessum leik.

Leikurinn fer fram í Magdeburg þann 2. mars næstkomandi. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á DSF-sjónvarpsstöðinni.

Landsliðshópurinn:

Markverðir:

Haraldur Björnsson - Valur

Óskar Pétursson - Grindavík

Aðrir leikmenn:

Hólmar Örn Eyjólfsson - KSV Roselare

Skúli Jón Friðgeirsson - KR

Andrés Már Jóhannesson - Fylkir

Jón Guðni Fjóluson - Fram

Jósef Kristinn Jósefsson - Grindavík

Elfar Freyr Helgason - Breiðablik

Kristinn Jónsson - Breiðablik

Birkir Bjarnason - Viking FK

Bjarni Þór Viðarsson - KSV Roselare

Gylfi Þór Sigurðsson - Reading

Eggert Gunnþór Jónsson - Hearts

Jóhann Berg Guðmundsson - AZ Alkmaar

Guðmundur Kristjánsson - Breiðablik

Almarr Ormarsson - Fram

Kolbeinn Sigþórsson - AZ Alkmaar

Alfreð Finnbogason - Breiðablik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×