Íslenski boltinn

Eiður ekki með af því hann er á milli félaga - ekki útaf leikforminu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Eiður Smári Guðjohnsen fær frí frá stórleikjunum við Norðmenn og Dani af því hann er ekki búinn að finna sér félag til að spila með í vetur. Þetta segir landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson.

Eiður er sem kunnugt er ekki í leikmannahópnum sem tilkynntur var í dag.

"Málið er að hann er á milli liða og er hvergi að spila. Það er ástæðan fyrir því að ég valdi hann ekki," sagði Ólafur.

Ástæðan er ekki sú að hann er ekki í leikformi?

"Við ræddum saman og niðurstaðan er þessi. Það er í sjálfu sér ekkert meira um það að segja," sagði landsliðsþjálfarinn sem vildi ekkert segja um viðbrögð Eiðs.

En af hverju var hann þá valinn í leikinn gegn Liechtenstein fyrir tveimur vikum?

"Þá valdi ég mitt besta lið og var að skoða leikmenn og annað. Það hefur ekkert með þennan leik að gera."

Væru þessir leikir í undankeppninni semsagt að trufla hann í því að finna sér félag?

"Eins og ég sagði áðan, leikurinn gegn Liechtenstein kemur valinu á þessu liði ekkert við. Eiður er frá í þessum mánuði," sagði Ólafur að lokum.

Eiður er ekki hættur með landsliðinu að sögn Ólafs sem vonast til að geta valið hann síðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×