– og hvað svo ... Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 26. nóvember 2010 11:44 Ég skrifaði um þrískiptingu valdsins - núverandi flækjustig í gær. Skrifin fjölluðu að mestu um hversu flókið samspil er í raun á milli valdhafa í núverandi stjórnarskrá, eiginlega finnst mér það of flókið satt að segja. Velti svo fyrir mér - og hvað svo ...? En eins og áður hefur komið fram á stjórnlagaþing, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 að taka, m.a til umfjöllunar: Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ég er alveg sannfærð um að endurskoða þurfi forsætisembættið í heild sinni. Ég vil halda því fram að forseti eigi fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar og þar af leiðandi ekki handhafi eða aðili að löggjafar- né framkvæmdavaldi. Í stjórnarskrá þarf að tryggja sjálfstæði dómstóla og starfa þá dómstólar óháð löggjafar- og framkvæmdavaldi. Dómara á að ráða faglega og vandlega og það þarf að skilgreina hlutverk þeirra betur. Það getur vel verið að alþingi eigi að skipa hæstaréttardómara. Auk þessa þarf að auka og jafnvel virkja almennt eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins og það þarf að ég tel, að tryggja það eftirlit í stjórnarskrá. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Alþingi á að setja lög, gefa umboð og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Því þarf því að efla alþingi og ráðherrar eiga að mínu mati ekki að sitja á alþingi. Hægt er að orða það þannig að þá hefur hver valdaþáttur eftirlit með hinum og þessir valdaþættir dempra þá hver annan. Ég byrjaði og endaði pistil gærdagsins á eftirfarandi orðum, og nú vonandi eftir þessi skrif hef ég fært mig enn nær þeim: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Að lokum vil ég benda á að ég hef ekki fullmótað skoðanir mínar á væntanlegri stjórnarskrá. Mikilvægast er að hlusta og skilja og síðan að tjá sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði um þrískiptingu valdsins - núverandi flækjustig í gær. Skrifin fjölluðu að mestu um hversu flókið samspil er í raun á milli valdhafa í núverandi stjórnarskrá, eiginlega finnst mér það of flókið satt að segja. Velti svo fyrir mér - og hvað svo ...? En eins og áður hefur komið fram á stjórnlagaþing, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 að taka, m.a til umfjöllunar: Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ég er alveg sannfærð um að endurskoða þurfi forsætisembættið í heild sinni. Ég vil halda því fram að forseti eigi fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar og þar af leiðandi ekki handhafi eða aðili að löggjafar- né framkvæmdavaldi. Í stjórnarskrá þarf að tryggja sjálfstæði dómstóla og starfa þá dómstólar óháð löggjafar- og framkvæmdavaldi. Dómara á að ráða faglega og vandlega og það þarf að skilgreina hlutverk þeirra betur. Það getur vel verið að alþingi eigi að skipa hæstaréttardómara. Auk þessa þarf að auka og jafnvel virkja almennt eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins og það þarf að ég tel, að tryggja það eftirlit í stjórnarskrá. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Alþingi á að setja lög, gefa umboð og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Því þarf því að efla alþingi og ráðherrar eiga að mínu mati ekki að sitja á alþingi. Hægt er að orða það þannig að þá hefur hver valdaþáttur eftirlit með hinum og þessir valdaþættir dempra þá hver annan. Ég byrjaði og endaði pistil gærdagsins á eftirfarandi orðum, og nú vonandi eftir þessi skrif hef ég fært mig enn nær þeim: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Að lokum vil ég benda á að ég hef ekki fullmótað skoðanir mínar á væntanlegri stjórnarskrá. Mikilvægast er að hlusta og skilja og síðan að tjá sig.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun