SI lýgur með tölum 4. október 2010 06:00 Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór mikinn í sjónvarpsfréttum í vikunni og kvartaði undan því að opinberum starfsmönnum hefði fjölgað gríðarlega í kreppunni. Orra taldist til að 20 þúsund störf hefðu tapast á einkamarkaði, en í opinbera geiranum hefði þeim fjölgað um 3.500. Óljóst er hvað framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins gengur til með þessum talnaleik, í það minnsta er morgunljóst að þessum tölum sér hvergi stað í opinberum talnagögnum. Staðreyndin er nefnilega sú að Hagstofan tekur ekki saman tölur um fjölda opinberra starfsmanna og því eru ekki til tölur um starfandi, þar sem vinnumarkaði er skipt upp í opinberan og einkamarkað. Það truflaði Orra þó ekki í að vitna í tölur Hagstofunnar. Framkvæmdastjórinn fellur nefnilega í þann pytt að bera saman tvo ólíka hluti með talnagögnum og fá út þá niðurstöðu sem hentar hans málstað. Þar sem skilgeininguna hans vantar leggur hann saman atvinnugreinarnar opinbera stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Hann gefur sér að þetta séu allt opinberir starfsmenn og segir að árið 2008 hafi, réttilega, 51.300 samanlagt unnið í þessum greinum. Árið 2008 var hins vegar tekið í notkun nýtt flokkunarkerfi og ekki er lengur hægt að bera saman tölur frá fyrra flokkunarkerfi til þess sem notað er í dag. Á heimasíðu Hagstofunnar er útskýrt að um tvö mismunandi flokkunarkerfi sé að ræða. Til að bíta höfuðið af skömminni er um úrtakskönnun að ræða, ekki heildartalningu. Með því að bera þessi tvö ósamanberalegu flokkunarkerfi tekst Orra Haukssyni að fá það út að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um 3.500, þegar reyndin er að þeim hefur fækkað. Óljóst er hve mikið, en þeim mun enn fækka samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Vonandi er umgengni Samtaka iðnaðarins um allar tölur ekki jafn frjálsleg og þegar þeir þurfa að tala opinbera starfsmenn niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór mikinn í sjónvarpsfréttum í vikunni og kvartaði undan því að opinberum starfsmönnum hefði fjölgað gríðarlega í kreppunni. Orra taldist til að 20 þúsund störf hefðu tapast á einkamarkaði, en í opinbera geiranum hefði þeim fjölgað um 3.500. Óljóst er hvað framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins gengur til með þessum talnaleik, í það minnsta er morgunljóst að þessum tölum sér hvergi stað í opinberum talnagögnum. Staðreyndin er nefnilega sú að Hagstofan tekur ekki saman tölur um fjölda opinberra starfsmanna og því eru ekki til tölur um starfandi, þar sem vinnumarkaði er skipt upp í opinberan og einkamarkað. Það truflaði Orra þó ekki í að vitna í tölur Hagstofunnar. Framkvæmdastjórinn fellur nefnilega í þann pytt að bera saman tvo ólíka hluti með talnagögnum og fá út þá niðurstöðu sem hentar hans málstað. Þar sem skilgeininguna hans vantar leggur hann saman atvinnugreinarnar opinbera stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Hann gefur sér að þetta séu allt opinberir starfsmenn og segir að árið 2008 hafi, réttilega, 51.300 samanlagt unnið í þessum greinum. Árið 2008 var hins vegar tekið í notkun nýtt flokkunarkerfi og ekki er lengur hægt að bera saman tölur frá fyrra flokkunarkerfi til þess sem notað er í dag. Á heimasíðu Hagstofunnar er útskýrt að um tvö mismunandi flokkunarkerfi sé að ræða. Til að bíta höfuðið af skömminni er um úrtakskönnun að ræða, ekki heildartalningu. Með því að bera þessi tvö ósamanberalegu flokkunarkerfi tekst Orra Haukssyni að fá það út að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um 3.500, þegar reyndin er að þeim hefur fækkað. Óljóst er hve mikið, en þeim mun enn fækka samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Vonandi er umgengni Samtaka iðnaðarins um allar tölur ekki jafn frjálsleg og þegar þeir þurfa að tala opinbera starfsmenn niður.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar