Íslenski boltinn

Leiknir komið á toppinn í 1. deild karla

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sigursteinn Gíslason er þjálfari Leiknis sem spilar nánast aðeins á uppöldum leikmönnum.
Sigursteinn Gíslason er þjálfari Leiknis sem spilar nánast aðeins á uppöldum leikmönnum. Fréttablaðið/Valli
Heil umferð fór fram í 1. deild karla á knattspyrnu í kvöld. Leiknir komst á topp deildarinnar með 2-1 sigri gegn Gróttu í Breiðholtinu. Leiknir er með fimmtán stig og hefur tveggja stiga forystu á næsta lið.

Hitt Breiðholtsliðið, ÍR sem var á toppnum, fékk skell í Grafarvoginum þar sem það tapaði fyrir Fjölni, 4-0. ÍR er í öðru sæti með þrettán stig.

Þór vann Þrótt 2-1 fyrir norðan þar sem heimamenn voru tveimur mönnum fleirri síðustu 20 mínúturnar og Aron Már Smárason tryggði Fjarðabyggð 1-0 sigur á KA en hann hefur nú skorað sex mörk í fimm leikjum fyrir liðið.

ÍA vann sinn fyrsta sigur í deildinni á Víking á útivelli með marki á síðustu andartökum leiksins og þá vann botnlið Njarðvíkur góðan heimasigur á HK, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×