Íslenski boltinn

Hollendingur til Víkings

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leifur Garðarsson.
Leifur Garðarsson. Fréttablaðið/Stefán
Hollendingurinn Rabin Faber gekk í gær til liðs við 1. deildarlið Víkings og samdi við liðið út leiktíðina. Hann er 24 ára varnarmaður sem hefur leikið með yngri landsliðum Hollands.

„Hann getur leikið bæði sem miðvörður og bakvörður og það verður gott að fá meiri samkeppni í liðið," segir Leifur Garðarsson, þjálfari Víkings, sem segir að aðdragandinn að þessu hafi verið langur.

„Við vorum að vinna í þessum málum í vetur en hann gat ekki losnað áður en félagaskiptaglugginn lokaðist í vor. Við höfum haldið þessu opnu síðan þá og gengum frá þessu nú," sagði Leifur. Faber fær leikheimild með Víkingi þegar glugginn opnast á ný 15. júlí næstkomandi.

Víkingur er sem stendur í þriðja sæti 1. deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×