Fjármögnun Búðarhálsvirkjunar 29. september 2010 06:00 Landsvirkjun virðist ganga treglega að semja við erlenda banka um að fjármagna byggingu Búðarhálsvirkjunar. Það bendir til að erlendu bankarnir reyni að knýja fram óeðlilega háa vexti vegna meintrar slæmrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og þá líklega vegna vanda eigandans. Hins vegar er til miklu betri leið fyrir Íslendinga. Lífeyrissjóðirnir eiga nú að sögn um 450 milljarða í erlendum gjaldeyri sem mun líklega ekki ávaxtast vel næstu misserin, a.m.k. ekki í íslenskum krónum. Gengi erlendra gjaldmiðla mun líklega lækka næstu misserin og veruleg óvissa er á erlendum mörkuðum. Ekki er þó fýsilegt fyrir lífeyrissjóði að flytja þetta fé til landsins þar sem fjárfestingarmöguleikar hér eru mjög takmarkaðir og óvissir. Ég legg því til að lífeyrissjóðirnir kaupi Blönduvirkjun af Landsvirkjun og borgi fyrir í erlendum gjaldeyri. Landsvirkjun noti söluverðið til að fjármagna Búðarhálsvirkjun. Lífeyrissjóðirnir fengju afsal fyrir virkjuninni en gerðu samning til t.d. 15 ára við Landsvirkjun um að reka virkjunina og kaupa af henni orku á umsömdu verði sem tryggði viðunandi ávöxtun. Að 15 árum liðnum hefði Landsvirkjun forkaupsrétt á markaðsvirði en þá mun orkuverð væntanlega hafa hækkað umtalsvert, jafnvel margfaldast og þar með söluverð virkjunarinnar einnig. Þetta tryggði góða og örugga langtímaávöxtun lífeyrissjóðanna, og hjálpaði Landsvirkjun við að byggja Búðarhálsvirkjun og endurfjármagna sig næstu misserin þar sem söluverð Blönduvirkjunar yrði sennilega talsvert hærra en byggingakostnaður Búðarhálsvirkjunar. Söluverð Blönduvirkjunar tæki mið af endurstofnverði sem væri hagstætt fyrir lífeyrissjóðina miðað við að greiða í erlendum gjaldmiðli þar sem tæpur helmingur byggingakostnaðar er í íslenskum krónum. Þó að allt hryndi hér aftur og aftur mun orkuver sem framleiðir síendurnýjaða græna orku alltaf vera gulls ígildi og ein arðsamasta fjárfesting sem völ er á a.m.k. næstu áratugina. Sá eini sem gæti tapað á viðskiptunum er Landsvirkjun sem kynni að tapa af óvissum ávinningi af verðmætaaukningu Blönduvirkjunar næstu 15 árin. Það ætti þó ekki að skipta öllu máli þar sem allar aðrar virkjanir Landsvirkjunar hafa þá einnig hækkað í verði. Eigendur Landsvirkjunar eru hinir sömu og lífeyrissjóðanna, þ.e.a.s. þjóðin, svo að litlu skiptir hvar hagnaðurinn liggur. Jafnframt má benda á sem rök með þessu að vextir af lánunum sitja eftir hérlendis. Ég vona að stjórnendur lífeyrissjóðanna og Landsvirkjun taki nú til hendi og lögum verði breytt, ef með þarf, þannig að þetta gangi fljótt fram. Það yrði mun betri fjárfesting fyrir lífeyrissjóðina en að bjarga bönkunum með því að kaupa byggingavöruverslanir sem hafa haldið uppi háu verði og hindrað erlenda samkeppni frá aðilum sem hafa miklu betri forsendur til að selja byggingavörur ódýrt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun virðist ganga treglega að semja við erlenda banka um að fjármagna byggingu Búðarhálsvirkjunar. Það bendir til að erlendu bankarnir reyni að knýja fram óeðlilega háa vexti vegna meintrar slæmrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og þá líklega vegna vanda eigandans. Hins vegar er til miklu betri leið fyrir Íslendinga. Lífeyrissjóðirnir eiga nú að sögn um 450 milljarða í erlendum gjaldeyri sem mun líklega ekki ávaxtast vel næstu misserin, a.m.k. ekki í íslenskum krónum. Gengi erlendra gjaldmiðla mun líklega lækka næstu misserin og veruleg óvissa er á erlendum mörkuðum. Ekki er þó fýsilegt fyrir lífeyrissjóði að flytja þetta fé til landsins þar sem fjárfestingarmöguleikar hér eru mjög takmarkaðir og óvissir. Ég legg því til að lífeyrissjóðirnir kaupi Blönduvirkjun af Landsvirkjun og borgi fyrir í erlendum gjaldeyri. Landsvirkjun noti söluverðið til að fjármagna Búðarhálsvirkjun. Lífeyrissjóðirnir fengju afsal fyrir virkjuninni en gerðu samning til t.d. 15 ára við Landsvirkjun um að reka virkjunina og kaupa af henni orku á umsömdu verði sem tryggði viðunandi ávöxtun. Að 15 árum liðnum hefði Landsvirkjun forkaupsrétt á markaðsvirði en þá mun orkuverð væntanlega hafa hækkað umtalsvert, jafnvel margfaldast og þar með söluverð virkjunarinnar einnig. Þetta tryggði góða og örugga langtímaávöxtun lífeyrissjóðanna, og hjálpaði Landsvirkjun við að byggja Búðarhálsvirkjun og endurfjármagna sig næstu misserin þar sem söluverð Blönduvirkjunar yrði sennilega talsvert hærra en byggingakostnaður Búðarhálsvirkjunar. Söluverð Blönduvirkjunar tæki mið af endurstofnverði sem væri hagstætt fyrir lífeyrissjóðina miðað við að greiða í erlendum gjaldmiðli þar sem tæpur helmingur byggingakostnaðar er í íslenskum krónum. Þó að allt hryndi hér aftur og aftur mun orkuver sem framleiðir síendurnýjaða græna orku alltaf vera gulls ígildi og ein arðsamasta fjárfesting sem völ er á a.m.k. næstu áratugina. Sá eini sem gæti tapað á viðskiptunum er Landsvirkjun sem kynni að tapa af óvissum ávinningi af verðmætaaukningu Blönduvirkjunar næstu 15 árin. Það ætti þó ekki að skipta öllu máli þar sem allar aðrar virkjanir Landsvirkjunar hafa þá einnig hækkað í verði. Eigendur Landsvirkjunar eru hinir sömu og lífeyrissjóðanna, þ.e.a.s. þjóðin, svo að litlu skiptir hvar hagnaðurinn liggur. Jafnframt má benda á sem rök með þessu að vextir af lánunum sitja eftir hérlendis. Ég vona að stjórnendur lífeyrissjóðanna og Landsvirkjun taki nú til hendi og lögum verði breytt, ef með þarf, þannig að þetta gangi fljótt fram. Það yrði mun betri fjárfesting fyrir lífeyrissjóðina en að bjarga bönkunum með því að kaupa byggingavöruverslanir sem hafa haldið uppi háu verði og hindrað erlenda samkeppni frá aðilum sem hafa miklu betri forsendur til að selja byggingavörur ódýrt.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun