Íslenski boltinn

Okkar leikmenn kæmust líka í A-landslið Íslands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Billy Stark, landsliðsþjálfari Skotlands, segir að það þurfi að setja ýmsar staðreyndir um leikmenn íslenska U-21 landsliðsins í rétt samhengi.

Leikmenn Íslands eiga samtals 74 leiki með A-landsliðið Íslands. Að sama skapi hafa leikmenn skoska U-21 landsliðsins lítið sem ekkert spilað með A-landsliði Skota.

"Reynsla okkar leikmanna í þessum samanburði er ekki mikil. En ég er líka viss um að ef einhver okkar leikmanna væru með íslenskt ríkisfang væru þeir búnir að spila með A-landsliði Íslands," sagði Stark við skoska fjölmiðla í dag.

"Það er sjálfsagt einsdæmi að U-21 liðið eigi svo marga leikmenn í A-landsliðinu eins og það íslenska. Maður getur því skilið af hverju þeir eru svo sigurvissir, enda eru þeir það góðir að þeir hafa efni á að segja slíka hluti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×