Nútímalegt Alþingi Siv Friðleifsdóttir skrifar 30. júní 2010 06:30 Alþingi, löggjafarvaldið, er ein mikilvægasta stofnun réttarríkisins. Starfshættir Alþingis hafa verið mjög til umræðu og skoðunar meðal almennings á síðustu misserum, sérlega í kjölfar bankahrunsins. Umræðuhefð Alþingis hefur verði hluti af þeirri umfjöllun. Alþingismenn hafa líka margir kallað á nútímalegri vinnubrögð m.a. í ljósi nýrrar reynslu. Rétt væri að skipuleggja vinnu þingsins betur til að freista þess að auka traust almennings til Alþingis og bæta ásýnd þess. Hér á Íslandi er umræðuhefð þingsins fyrir löngu orðin úrelt. Ekki er reynt að áætla hvað hver umræða taki mikinn tíma hverju sinni miðað við eðli mála. Greinarhöfundur hefur því lagt fram frumvarp á Alþingi til að bæta úr. Í frumvarpinu, sem tekur mið af reglum í norska Stórþinginu, er lagt til að áður en umræða hefst um mál á þingi getur forseti gert tillögu um hve umræðan skuli standa lengi. Við upphaf 2. og 3. umræðu um lagafrumvörp og síðari umræðu um þingsályktunartillögur skal tillaga forseta um hve lengi umræðan má standa taka mið af óskum nefnda um heildartíma umræðu. Ekki mætti þó takmarka umræðu þ. a. hún stæði skemur en 3 klst. alls. Tillögur forseta yrðu bornar umræðulaust undir atkvæði og réði afl atkvæða úrslitum. Í tillögu forseta yrði ræðutíma skipt jafnt á milli þingflokka að hluta og að hluta eftir þingmannafjölda þingflokks. Umræða yrði þó ekki takmörkuð þegar fjallað er um frumvörp til fjárlaga og breytingar á stjórnarskrá. Nefndir þingsins hafa getu og burði til að áætlað umræðutíma þannig að hvert mál fái næga og vandaða umfjöllun.Málþóf úreltMálþóf er aldagömul aðferð til að stöðva mál og á rætur sínar að rekja til Rómaveldis. Vinsældir þess eru litlar og tíðkast það aðeins í örfáum löndum í dag. Málþóf þekkist ekki hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Oftast er það stjórnarandstaða hvers tíma sem stundar málþóf. Engir íslensku stjórnmálaflokkanna eru hér undanskildir. Hafa þeir allir stundað málþóf í einhverjum mæli eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu í það sinnið. Rökin fyrir málþófi eru að með því má skapa samningsaðstöðu í lok hverrar þinglotu þ.a. allir flokkar fái eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig nái einstök mál fram að ganga eða ekki og þegar um slíkt hefur samist leggst málþófið niður. Hafa sumir reynt að færa rök fyrir því að málþóf sé eðlilegur hluti af lýðræðinu því þannig neyðist meirihlutinn til að taka tillit til minnihlutans. Slík rök vega ekki mjög þungt. Rök eru fyrir því að málþóf sé lýðræðinu heldur skaðlegra en hitt því það grefur undan trausti á Alþingi almennt. Þingmenn hafa þó fært þau rök fram að málþóf sé ein fárra leiða sem stjórnarandstaðan hefur til að hafa áhrif á framgang mála á Alþingi, sérlega undir þinglokin. Til að koma til móts við þau sjónarmið og vegna frekar veikrar stöðu stjórnarandstöðu á Alþingi miðað við stöðu hennar í öðrum norrænum þjóðþingum, er rétt að samhliða þessari breytingu á þingsköpum væri staða stjórnarandstöðunnar styrkt t.d. með því að hluti formanna fastanefnda þingsins kæmi úr hennar röðum, minnihluti þingsins gæti knúið á um að umdeild mál færu í þjóðaratkvæðagreiðslu og önnur slík atriði. Ferskir vindarÍ síðustu kosningum árið 2009 varð mesta endurnýjun þingmanna frá upphafi, en þá komu inn 27 nýir þingmenn, eða 43%. Í kosningunum 2007 komu 24 nýir þingmenn á þing og hefur því orðið meiri endurnýjun á Alþingi á tveimur árum en nokkru sinni í sögunni. Alls hafa því 42 þingmenn af 63, eða um 2/3 hlutar þingsins endurnýjast á skömmum tíma. Konur hlutu líka bestu kosningu frá upphafi og eru 43% þingmanna. Þessu fylgja ferskir vindar. Margir hinna nýju þingmanna hafa gert eðlilegar kröfur um bætt vinnubrögð og að gefnar séu vinnuáætlanir sem standist dag frá degi. Þannig geti þingmenn undirbúið ræður sínar á Alþingi og áætlað tíma fyrir önnur verkefni s.s. störfum í kjördæmi, flokksstarfi og samveru með fjölskyldu. Nú er lag að bæta umræðuhefð Alþingis. Áætlum ræðutíma um mál og afnemum málþófið. Styrkjum samhliða stöðu stjórnarandstöðunnar til að skapa breiða sátt um afnám þess. Grípum tækifærið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi, löggjafarvaldið, er ein mikilvægasta stofnun réttarríkisins. Starfshættir Alþingis hafa verið mjög til umræðu og skoðunar meðal almennings á síðustu misserum, sérlega í kjölfar bankahrunsins. Umræðuhefð Alþingis hefur verði hluti af þeirri umfjöllun. Alþingismenn hafa líka margir kallað á nútímalegri vinnubrögð m.a. í ljósi nýrrar reynslu. Rétt væri að skipuleggja vinnu þingsins betur til að freista þess að auka traust almennings til Alþingis og bæta ásýnd þess. Hér á Íslandi er umræðuhefð þingsins fyrir löngu orðin úrelt. Ekki er reynt að áætla hvað hver umræða taki mikinn tíma hverju sinni miðað við eðli mála. Greinarhöfundur hefur því lagt fram frumvarp á Alþingi til að bæta úr. Í frumvarpinu, sem tekur mið af reglum í norska Stórþinginu, er lagt til að áður en umræða hefst um mál á þingi getur forseti gert tillögu um hve umræðan skuli standa lengi. Við upphaf 2. og 3. umræðu um lagafrumvörp og síðari umræðu um þingsályktunartillögur skal tillaga forseta um hve lengi umræðan má standa taka mið af óskum nefnda um heildartíma umræðu. Ekki mætti þó takmarka umræðu þ. a. hún stæði skemur en 3 klst. alls. Tillögur forseta yrðu bornar umræðulaust undir atkvæði og réði afl atkvæða úrslitum. Í tillögu forseta yrði ræðutíma skipt jafnt á milli þingflokka að hluta og að hluta eftir þingmannafjölda þingflokks. Umræða yrði þó ekki takmörkuð þegar fjallað er um frumvörp til fjárlaga og breytingar á stjórnarskrá. Nefndir þingsins hafa getu og burði til að áætlað umræðutíma þannig að hvert mál fái næga og vandaða umfjöllun.Málþóf úreltMálþóf er aldagömul aðferð til að stöðva mál og á rætur sínar að rekja til Rómaveldis. Vinsældir þess eru litlar og tíðkast það aðeins í örfáum löndum í dag. Málþóf þekkist ekki hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Oftast er það stjórnarandstaða hvers tíma sem stundar málþóf. Engir íslensku stjórnmálaflokkanna eru hér undanskildir. Hafa þeir allir stundað málþóf í einhverjum mæli eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu í það sinnið. Rökin fyrir málþófi eru að með því má skapa samningsaðstöðu í lok hverrar þinglotu þ.a. allir flokkar fái eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig nái einstök mál fram að ganga eða ekki og þegar um slíkt hefur samist leggst málþófið niður. Hafa sumir reynt að færa rök fyrir því að málþóf sé eðlilegur hluti af lýðræðinu því þannig neyðist meirihlutinn til að taka tillit til minnihlutans. Slík rök vega ekki mjög þungt. Rök eru fyrir því að málþóf sé lýðræðinu heldur skaðlegra en hitt því það grefur undan trausti á Alþingi almennt. Þingmenn hafa þó fært þau rök fram að málþóf sé ein fárra leiða sem stjórnarandstaðan hefur til að hafa áhrif á framgang mála á Alþingi, sérlega undir þinglokin. Til að koma til móts við þau sjónarmið og vegna frekar veikrar stöðu stjórnarandstöðu á Alþingi miðað við stöðu hennar í öðrum norrænum þjóðþingum, er rétt að samhliða þessari breytingu á þingsköpum væri staða stjórnarandstöðunnar styrkt t.d. með því að hluti formanna fastanefnda þingsins kæmi úr hennar röðum, minnihluti þingsins gæti knúið á um að umdeild mál færu í þjóðaratkvæðagreiðslu og önnur slík atriði. Ferskir vindarÍ síðustu kosningum árið 2009 varð mesta endurnýjun þingmanna frá upphafi, en þá komu inn 27 nýir þingmenn, eða 43%. Í kosningunum 2007 komu 24 nýir þingmenn á þing og hefur því orðið meiri endurnýjun á Alþingi á tveimur árum en nokkru sinni í sögunni. Alls hafa því 42 þingmenn af 63, eða um 2/3 hlutar þingsins endurnýjast á skömmum tíma. Konur hlutu líka bestu kosningu frá upphafi og eru 43% þingmanna. Þessu fylgja ferskir vindar. Margir hinna nýju þingmanna hafa gert eðlilegar kröfur um bætt vinnubrögð og að gefnar séu vinnuáætlanir sem standist dag frá degi. Þannig geti þingmenn undirbúið ræður sínar á Alþingi og áætlað tíma fyrir önnur verkefni s.s. störfum í kjördæmi, flokksstarfi og samveru með fjölskyldu. Nú er lag að bæta umræðuhefð Alþingis. Áætlum ræðutíma um mál og afnemum málþófið. Styrkjum samhliða stöðu stjórnarandstöðunnar til að skapa breiða sátt um afnám þess. Grípum tækifærið.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar