Íslenski boltinn

Samstarfsmaður Guus Hiddink heldur fyrirlestur á Íslandi

Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Mynd/AFP
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands, KÞÍ, fagnar 40 ára afmæli um helgina og mun af því tilefni halda þjálfararáðstefnu á laugardaginn.

Ráðstefnan fer fram í húsakynnum KSÍ um helgina og hefst klukkan tíu. Þrír fyrirlesarar hafa verið fengnir til að halda tölu á ráðstefnunni.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, mun halda fyrirlestur um U-21 landslið karla. Hann mun rýna í þá leikmenn sem komu liðinu í lokakeppni EM U-21 landsliða sem fer fram í Danmörku á næsta ári.

Þá mun Michael Köllner, sem á sæti í fræðslunefnd þýska knattspyrnusambandsins, halda fyrirlestur um skipulag þjálfunar þýsku landsliðanna. Þjóðverjar hafa náð frábærum árangri með flest sín landslið á stórmótum undanfarin ár en Köllner hefur átt sæti í fræðslunefndinni í fjölda ára.

Að síðustu mun Hollendingurinn Raymond Verheijen halda fyrirlestur um líkamlega þjálfun knattspyrnumanna.

Verheijen er afar reyndur líkamsþjálfari og hefur til að mynda starfað hjá Manchester City og með landsliðum Hollands, Suður-Kóreu og Rússlands í þjálfaratíð Guus Hiddink með liðunum.

Hann gagnrýndi í haust þjálfunaraðferðir Roberto Mancini í haust og sagði að tíð meiðsli leikmanna félagsins mætti rekja til slæmrar þjálfunaraðferða Mancini. Grein um málið birtist á vefnum Goal.com og má lesa hér.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda upplýsingar á netfangið kthi@kthi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×