Körfubolti

Helena nálægt þrennunni í sigri TCU í tvíframlengdum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Mynd/TCU
Helena Sverrisdóttir var með 11 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar þegar TCU vann 87-73 sigur á SMU í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Leikurinn var tvíframlengdur en TCU stakk af í seinni framlengingunni.

TCU hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu og þetta var jafnframt 23. heimasigur liðsins í röð.

Liðsfélagi Helenu, Emily Carter, setti stigamet í skólanum með því að skora 43 stig í þessum leik en hún hitti meðal annars úr öllum sextán vítum sínum.

Helena hitti ekki vel í leiknum, aðeins 3 af 11 skotum og á augljóslega eftir að finna körfuna á þessu tímabili þar sem aðeins 32 prósent skota hennar hafa ratað rétta leið í fyrstu tveimur leikjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×