Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Ég hef alltaf haft fulla trú á Kristínu Ýr

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Ýr Bjarnadóttir.
Kristín Ýr Bjarnadóttir.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi Valskonuna Kristínu Ýr Bjarnadóttur í landsliðshópinn sinn í dag, daginn eftir að hún sagði sjálf að landsliðsþjálfarinn hefði ekki trú á henni.

„Kristín Ýr hefur verið í landsliðinu hjá okkur áður og á að baki tvo landsleiki. Hún kemur inn aftur núna. Hún er markahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni í sumar og er frábær skallamaður," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson um Kristínu á blaðamannafundi í dag.

Sigurður Ragnar ætlar bara að taka hennar gagnrýni frá því eftir bikarúrslitaleikinn í gær.

„Ég virði hennar skoðanir í því en ég held að ég hafi sýnt með valinu á henni núna að ég hafi fulla trú á henni og hef alltaf haft það. Ég þarf kannski bara að ræða við hana," sagði Sigurður Ragnar sem hrósaði framherjanum öfluga úr Íslands- og bikarmeistaraliði Vals.

„Ég hef alltaf sagt það að hún sé besti skallamaður landsins og það er hennar helsti kostur. Hún er frábær í loftinu og aðrir þættir í hennar leik hafa smá saman verið að batna," sagði Sigurður.

„Hennar hæfileikar hafa ekki hentað okkar liði taktískt. Við spilum yfirleit góða og þétta vörn og sækjum hratt. Við erum ekki lið sem "dóminerar" leikina og er að setja mikið af háum boltum inn í teig þar sem hennar hæfileikar eru. Ég held að hún hafi samt töluvert að gefa okkur," sagði Sigurður Ragnar að lokum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×