Fótbolti

Ísland upp fyrir Haíti á styrkleikalista FIFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í landsleiknum á móti Mexíkó.
Kolbeinn Sigþórsson í landsleiknum á móti Mexíkó. Mynd/AP
Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um eitt sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem var gefinn út í dag. Íslenska landsliðið er nú í 90. sæti á listanum en í 42.sæti meðal 53 Evrópuþjóða.

Ísland komst upp fyrir Haíti eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Færeyjum og gert markalaust jafntefli við Kýpur og Mexíkó í marsmánuði. Afríkuþjóðirnar Suður-Afríka og Mósambík eru nú sætunum fyrir ofan Ísland.

Spánn, Brasilía og Holland eru áfram í þremur efstu sætum listans en Portúgal (í 4 úr 6) og England (úr 8 í 7) voru einu þjóðirnar á topp tíu sem hækkuðu sig en Portúgalar eru eins og kunnugt er mótherjar Íslendinga í undankeppni EM 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×