Íslenski boltinn

Ísland mætir Króatíu í kvöld

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Vilhelm
Íslenska landsliðið í knattspyrnu má ekki misstíga sig gegn neðsta liði undanriðilsins fyrir HM á næsta ári, Króatíu. Liðin mætast klukkan 20 á Laugardalsvelli í kvöld.

Ísland þarf að vinna til að mæta Frökkum í úrslitaleik í ágúst um efsta sæti riðilsins.

Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki í byrjunarliðinu en hún hafði skorað í öllum landsleikjum á Laugardalsvelli undir stjórn Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar frá því hann tók við liðinu árið 2007, þar til á laugardaginn.

Margrét átti ekki góðan leik en hún hefur átt við meiðsli að stríða og líklegra að hún sé ekki í liðinu vegna þeirra en markaleysisins.

Ísland hefur spilað átta landsleiki undir stjórn Sigurðar á Laugardalsvelli frá 2007, unnið þá alla og markatalan er 40-0.


Tengdar fréttir

Margrét Lára á bekkinn

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli á morgun.

Sigurður Ragnar: Þær liggja til baka og við þurfum að sækja hratt

Ísland og Króatía mætast í undankeppni HM 2010 annað kvöld. Vinni Ísland ekki leikinn er HM-draumur þess úti. Króatía er í neðsta sæti riðilsins og landsliðsþjálfarinn segir það svipað að styrkleika og landslið Norður-Írlands sem Ísland vann örugglega á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×