Íslenski boltinn

FH, Haukar og Valur komast ekki heim til Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslandsmeistarar FH eru fastir á Spáni.
Íslandsmeistarar FH eru fastir á Spáni. Mynd/Vilhelm
Þrjú íslensk knattspyrnuliði sem hafa verið í æfingaferð í Portúgal, FH, Haukar og Valur, komast ekki heim til Íslands í dag eins og áætlað var. Þetta er vegna áhrifa öskufalls úr eldgosinu í Eyjafjallajökli á flug í Evrópu. Vefsíðan fótbolti.net segir frá þessu í dag.

FH og Valur eiga leiki í átta liða úrslitum Lengjubikarsins á fimmtudaginn kemur en FH mætir þá KR en Valur spilar gegn Þór Akureyri. Það gæti því þurft að fresta leikjunum dragist heimferð liðanna á langinn.

Það kemur einnig fram í fréttinni á fotbolti.net að hugsanlegt öskufall á höfuðborgarsvæðinu gæti haft áhrif á þá leiki í átta liða úrslitum Lengjubikarsins sem átti að spila utanhúss.

Það má finna nánari útlistun á því í fréttinni á fotbolti.net sem má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×