Íslenski boltinn

Aron með þrennu og sigurmark í uppbótartíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Fjölnismenn unnu 4-3 sigur á Leikni í 1. deild karla í kvöld og komu þar með í veg fyrir að Leiknismenn kæmust aftur á topp deildarinnar. Botnlið Gróttu vann 1-0 sigur á Njarðvík og er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Aron Jóhannsson skoraði þrennu fyrir Fjölni á móti Leikni þar á meðal sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Leiknismenn komust tvisvar yfir í leiknum en jafntefli hefði dugað þeim til að endurheimta toppsætið af Víkingum.

Magnús Bernhard Gíslason tryggði Gróttu 1-0 sigur á Njarðvík en þetta var aðeins annar sigur Seltirninga í sumar og sá fyrsti síðan 29. maí.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af netmiðlinum fótbolta.net.

Úrslit og markaskorar í 1. deild karla í kvöld:

Fjölnir-Leiknir 4-3

1-0 Aron Jóhannsson, 1-1 Kjartan Andri Baldvinsson, 1-2 Fannar Þór Arnarsson, víti, 2-2 Aron Jóhannsson, 2-3 Ólafur Hrannar Kristjánsson, 3-3 Illugi Þór Gunnarsson,  4-3 Aron Jóhannsson, víti

Grótta-Njarðvík 1-0

1-0 Magnús Bernhard Gíslason






Fleiri fréttir

Sjá meira


×