Íslenski boltinn

Heimir hefur aldrei stjórnað FH á heimavelli í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Mynd/Vilhelm
Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í FH, sækja bikarmeistara Blika heim í kvöld í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla. Þetta verður tíundi útileikur FH-inga í röð í bikarnum sem hafa ekki spilað bikarleik í Kaplakrikanum síðan sumarið 2006.

Heimir Guðjónsson tók við FH-liðinu fyrir 2008 tímabilið og FH hefur því aldrei spilað heimaleik í bikarnum undir hans stjórn. Leikurinn í kvöld verður sjötti bikarleikur liðsins undir stjórn Heimis.

Þrátt fyrir frábært gengi á Íslandsmótinu þá hefur gengi FH-inga ekki verið eins gott í bikarnum. Liðið vann bikarinn reyndar 2007 en hefur dottið út fyrir Keflavík undanfarin tvö ár, í 8 liða úrslitum í fyrra og í 16 liða úrslitunum árið á undan.

FH tapaði síðasta heimaleik sínum í bikarnum sem var á móti Víkingum í 16 liða úrslitum árið 2006. Víkingar unnu þann leik 2-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×