Íslenski boltinn

KR-ingar hafa verið betri en Framarar í vítakeppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik KR og Fram á KR-vellinum í fyrra.
Úr leik KR og Fram á KR-vellinum í fyrra. Mynd/Arnþór
KR og Fram mætast í kvöld í seinni undanúrslitaleiknum í VISA-bikar karla en leikurinn fer fram á KR-velli og hefst klukkan 19.15. Sigurvegari leiksins mætir FH í bikaúrslitaleiknum 14. ágúst næstkomandi.

Það má búast við hörkuleik og hver veit nema að leikurinn fari alla leið í vítakeppni. Ólafur Brynjar Halldórsson, tölfræðingur KR-inga, notaði því tækifærið og skoðaði hvernig félögunum tveimur hefur gengið í vítaspyrnukeppnunum í sögu bikarkeppninnar.

KR hefur átta sinnum lent í vítakeppni, unnið sex sinnum en tapað tvisvar. Þeir töpuðu 0-3 í vítakeppni á móti Val 2007 en hafa annars unnið allar aðrar vítakeppnir sínar frá 1991.

Fram hefur níu sinnum lent í vítakeppni, unnið þrisvar, tapað fimm sinnum en gert eitt jafntefli. Árið 1967 var jafnt eftir fimm spyrnur en Fram vann hlutkesti.

Framarar hafa tapað tveimur síðustu vítakeppnum sínum og ennfremur fjórum af þeim fimm vítakeppnum sem þeir hafa lent í frá og með árinu 1999.

Vítakeppnir KR-inga í sögu bikarkeppninnar:

1987 ÍBV 5-4

1989 Tindastóll 4-1

1990 Valur 4-5

1995 Þór Ak.3-1

2005 Víkingur Rvík 6-5

2006 ÍBV 4-2

2007 Valur 0-3

2008 Breiðablik 4-1

Vítakeppnir Framara í sögu bikarkeppninnar:

1967 ÍBA 3-3 (Fram vann á hlutkesti)

1968 Víkingur Rvík 5-2

1990 Valur 3-5

1995 Grindavík 5-4

1999 Víðir 3-5

2001 ÍA 5-6

2005 FH 7-6

2007 Haukar 3-4

2009 Breiðablik 4-5






Fleiri fréttir

Sjá meira


×