Fagnaðarefni Björn B. Björnsson skrifar 19. febrúar 2011 10:46 Þau tíðindi urðu á nýafstöðnum fundi Bandalags íslenskra listamanna að Katrín Jakobsdóttir menningarmálaráðherra lýsti því yfir að viji hennar stæði til þess að snúa við þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi - sem hefur verið að skera mun meira niður þar en í nokkurri annarri listgrein. Katrín sagðist vilja gera nýjan samning við greinina í stað þess samnings sem rann út á árinu 2010 og enn vantar 35% upp á að stjórnvöld efni. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla Íslendinga, því kvikmyndagerðin gerir meira en skila til baka þeim fjármunum sem ríkið setur í kvikmyndasjóði, eins og sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti. Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska menningu því við fáum í kjölfarið fleiri leiknar sjónvarpsþáttaraðir, heimildarmyndir og kvikmyndir, á íslensku, sem er mikilvægt fyrir sjálfsmynd okkar og unga fólksins sem hér vex úr grasi. Þetta er fagnaðarefni fyrir landsbyggðina sem nýtur sama aðgengis að þessu efni og höfuðborgarbúar því allt er það sýnt í sjónvarpi. Þetta er fagnaðarefni fyrir ferðaþjónustuna því kvikmyndagerðin dregur hingað 10-20% allra ferðamanna sem til landsins koma (samkvæmt rannsóknum þar sem slíkt hefur verið kannað), auk þess að kaupa mikla þjónustu af fyrirtækjum í ferðaiðnaði. Þetta er fagnaðarefni fyrir kvikmyndagerðarmenn en ekki síður fyrir aðrar stéttir skapandi greina, því kvikmyndagerðin nýtir krafta margra þeirra,eins og leikara, rithöfunda, búninga- og leikmyndahönnuða, tónskálda og hljóðfæraleikara. Þetta er fagnaðarefni fyrir atvinnuuppbyggingu á Íslandi því í kvikmyndagerðinni eigum við sennilega mestu tækifærin til vaxtar í hinum skapandi greinum, sem við vitum nú að fela í sér mikil verðmæti, menningarleg og fjárhagsleg. Hér skiptir því miklu að hugur fylgi máli og að hinn nýi samningur verði ekki plástur á svöðusár heldur marki endurreisn og uppbyggingu atvinnugreinar sem byggir á hugviti okkar og handverki - og skilar íslenskum menningarafurðum sem eiga markað um allan heim. Staðreyndin er að stefna þessarar ríkisstjórnar í málefnum greinarinnar er mesta áfall sem íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur orðið fyrir frá upphafi - og það þarf mikið til að snúa þeirri staðreynd við.Það verður öllum Íslendingum mikið fagnaðarefni ef nú tekst að hindra að sá verði dómur sögunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þau tíðindi urðu á nýafstöðnum fundi Bandalags íslenskra listamanna að Katrín Jakobsdóttir menningarmálaráðherra lýsti því yfir að viji hennar stæði til þess að snúa við þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi - sem hefur verið að skera mun meira niður þar en í nokkurri annarri listgrein. Katrín sagðist vilja gera nýjan samning við greinina í stað þess samnings sem rann út á árinu 2010 og enn vantar 35% upp á að stjórnvöld efni. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla Íslendinga, því kvikmyndagerðin gerir meira en skila til baka þeim fjármunum sem ríkið setur í kvikmyndasjóði, eins og sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti. Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska menningu því við fáum í kjölfarið fleiri leiknar sjónvarpsþáttaraðir, heimildarmyndir og kvikmyndir, á íslensku, sem er mikilvægt fyrir sjálfsmynd okkar og unga fólksins sem hér vex úr grasi. Þetta er fagnaðarefni fyrir landsbyggðina sem nýtur sama aðgengis að þessu efni og höfuðborgarbúar því allt er það sýnt í sjónvarpi. Þetta er fagnaðarefni fyrir ferðaþjónustuna því kvikmyndagerðin dregur hingað 10-20% allra ferðamanna sem til landsins koma (samkvæmt rannsóknum þar sem slíkt hefur verið kannað), auk þess að kaupa mikla þjónustu af fyrirtækjum í ferðaiðnaði. Þetta er fagnaðarefni fyrir kvikmyndagerðarmenn en ekki síður fyrir aðrar stéttir skapandi greina, því kvikmyndagerðin nýtir krafta margra þeirra,eins og leikara, rithöfunda, búninga- og leikmyndahönnuða, tónskálda og hljóðfæraleikara. Þetta er fagnaðarefni fyrir atvinnuuppbyggingu á Íslandi því í kvikmyndagerðinni eigum við sennilega mestu tækifærin til vaxtar í hinum skapandi greinum, sem við vitum nú að fela í sér mikil verðmæti, menningarleg og fjárhagsleg. Hér skiptir því miklu að hugur fylgi máli og að hinn nýi samningur verði ekki plástur á svöðusár heldur marki endurreisn og uppbyggingu atvinnugreinar sem byggir á hugviti okkar og handverki - og skilar íslenskum menningarafurðum sem eiga markað um allan heim. Staðreyndin er að stefna þessarar ríkisstjórnar í málefnum greinarinnar er mesta áfall sem íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur orðið fyrir frá upphafi - og það þarf mikið til að snúa þeirri staðreynd við.Það verður öllum Íslendingum mikið fagnaðarefni ef nú tekst að hindra að sá verði dómur sögunnar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun