Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar 21. nóvember 2025 14:30 Sl. þriðjudaginn samþykkti borgarstjórn einróma stefnu um Fjölmenningarborgina Reykjavík. Stefnan er afskaplega stutt og teknókratísk. En samt er hún á sinn hátt nýstárleg og róttæk. Hún byggir nefnilega á einföldu prinsippi – hér býr ekki bara fullt af fólki af erlendum uppruna í borginni, það á heima hér. Þau eru ekki útlendingar frá morgni til kvölds. Þau eru íbúar Laugardals, þau nota strætó, eiga hund eða kött, fara í fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sækja um leyfi fyrir yfirbyggðar svalir eða leita logandi ljósar að viðráðanlegu leiguhúsnæði, þau fá vikulegan pistil frá bekkjarkennara barnanna sinna, þau stofna hverfisbúð, þau eru á biðlista um NPA-samning, þau eru pirruð yfir holum í gangstéttum og bíða eftir tæmingu á ruslatunnunum sínum. Þau eru Pólverjar, Úkraínubúar eða Palestínumenn. Sumir þeirra eru líka Íslendingar en öll eru þau Reykvíkingar. Þau borga útsvar. Tæplega 80% nýrra útsvarsgreiðenda er fólk af erlendum uppruna og ekki fá þau afslátt ef þjónustan er þeim ekki aðgengileg. Atvinnuþátttaka innflytjenda er með því hæsta sem þekkist og hærra en hjá innfæddum. Þau vinna störf sem allt okkar hagkerfið byggir á, bæði láglaunastörf í ferðaþjónustu eða ummönnun og sérfræðistörf á Landspítala, í háskólanum eða hátæknifyrirtækjum. Stefnan byggir á prinsippum um inngildingu sem er á engan hátt ógnandi eða róttæk. Hún tekur ekkert í burtu, hún einfaldlega ber virðingu fyrir að fólk sé fjölbreytt og tryggir með virkum hætti að loka ekki á það. Að leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í borgarsamfélaginu, að byggja sitt líf á hæfileikunum sínum og njóta sín til fulls, að fá að taka þátt í öllu sem borgin hefur fram að færa. Að nota strætó og eiga hund eða kött, að búa í mannsæmandi umhverfi, að fara á bókasafn og finna þar bók sem mann langar að lesa og getur lesið, að nota ábendingavefinn til að krefjast betra lýsingu á hjólastígum, að fara með börnin sín út í Viðey á sunnudögum. Svið borgarinnar eru mislangt komin í þessum efnum. Betra má nú en duga skal en borgin hefur lengi verið leiðandi og framsækin til dæmis í íslenskukennslu fyrir börn af erlendum uppruna eða stuðningi við þátttöku þeirra í íþróttum og hvetjum við þeirri vinnu áfram. En núna skuldbindir stefnan öll svið borgarinnar, hvort það sé Velferðar-, Skóla- og frístundasvið, Umhverfis- og skipulagssvið eða Skrifstofu viðburða og samskipta að setja upp innflytjendagleraugun, djúpgreina hvernig starfið þeirra sem atvinnurekandi, þjónustuveitandi eða samstarfsaðili er tengt þessum hópi, hvort innflytjendur hafi virkilega sama aðgang að þeirra starfssviði, fá viðeigandi þjónustu og hvort starfsfólk borgarinnar sé með þekkingu og færni til að vinna fyrir borgarbúana alla. Í framhaldinu munu sviðin svo leggja fram sínar áætlanir í þessum málaflokki og á næstu 4 árum verður þessu fylgt eftir af hálfu Mannréttindaskrifstofu árlega. Stefnan er komin í samráðsgátt og borgarbúar geta skoðað hana þar og koma með ábendingar hér. Borgin vinnur fyrir Reykvíkinga af öllum uppruna. Róttækara er það nú ekki. Höfundur er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Fjölmenning Innflytjendamál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sl. þriðjudaginn samþykkti borgarstjórn einróma stefnu um Fjölmenningarborgina Reykjavík. Stefnan er afskaplega stutt og teknókratísk. En samt er hún á sinn hátt nýstárleg og róttæk. Hún byggir nefnilega á einföldu prinsippi – hér býr ekki bara fullt af fólki af erlendum uppruna í borginni, það á heima hér. Þau eru ekki útlendingar frá morgni til kvölds. Þau eru íbúar Laugardals, þau nota strætó, eiga hund eða kött, fara í fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sækja um leyfi fyrir yfirbyggðar svalir eða leita logandi ljósar að viðráðanlegu leiguhúsnæði, þau fá vikulegan pistil frá bekkjarkennara barnanna sinna, þau stofna hverfisbúð, þau eru á biðlista um NPA-samning, þau eru pirruð yfir holum í gangstéttum og bíða eftir tæmingu á ruslatunnunum sínum. Þau eru Pólverjar, Úkraínubúar eða Palestínumenn. Sumir þeirra eru líka Íslendingar en öll eru þau Reykvíkingar. Þau borga útsvar. Tæplega 80% nýrra útsvarsgreiðenda er fólk af erlendum uppruna og ekki fá þau afslátt ef þjónustan er þeim ekki aðgengileg. Atvinnuþátttaka innflytjenda er með því hæsta sem þekkist og hærra en hjá innfæddum. Þau vinna störf sem allt okkar hagkerfið byggir á, bæði láglaunastörf í ferðaþjónustu eða ummönnun og sérfræðistörf á Landspítala, í háskólanum eða hátæknifyrirtækjum. Stefnan byggir á prinsippum um inngildingu sem er á engan hátt ógnandi eða róttæk. Hún tekur ekkert í burtu, hún einfaldlega ber virðingu fyrir að fólk sé fjölbreytt og tryggir með virkum hætti að loka ekki á það. Að leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í borgarsamfélaginu, að byggja sitt líf á hæfileikunum sínum og njóta sín til fulls, að fá að taka þátt í öllu sem borgin hefur fram að færa. Að nota strætó og eiga hund eða kött, að búa í mannsæmandi umhverfi, að fara á bókasafn og finna þar bók sem mann langar að lesa og getur lesið, að nota ábendingavefinn til að krefjast betra lýsingu á hjólastígum, að fara með börnin sín út í Viðey á sunnudögum. Svið borgarinnar eru mislangt komin í þessum efnum. Betra má nú en duga skal en borgin hefur lengi verið leiðandi og framsækin til dæmis í íslenskukennslu fyrir börn af erlendum uppruna eða stuðningi við þátttöku þeirra í íþróttum og hvetjum við þeirri vinnu áfram. En núna skuldbindir stefnan öll svið borgarinnar, hvort það sé Velferðar-, Skóla- og frístundasvið, Umhverfis- og skipulagssvið eða Skrifstofu viðburða og samskipta að setja upp innflytjendagleraugun, djúpgreina hvernig starfið þeirra sem atvinnurekandi, þjónustuveitandi eða samstarfsaðili er tengt þessum hópi, hvort innflytjendur hafi virkilega sama aðgang að þeirra starfssviði, fá viðeigandi þjónustu og hvort starfsfólk borgarinnar sé með þekkingu og færni til að vinna fyrir borgarbúana alla. Í framhaldinu munu sviðin svo leggja fram sínar áætlanir í þessum málaflokki og á næstu 4 árum verður þessu fylgt eftir af hálfu Mannréttindaskrifstofu árlega. Stefnan er komin í samráðsgátt og borgarbúar geta skoðað hana þar og koma með ábendingar hér. Borgin vinnur fyrir Reykvíkinga af öllum uppruna. Róttækara er það nú ekki. Höfundur er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun