Fjölmenning hafnar ofbeldi Toshiki Toma skrifar 18. mars 2011 06:00 Frá og með 14. mars stendur yfir átak sem ber heitið Evrópuvika gegn kynþáttafordómum og misrétti og lýkur hinn 27. mars. Af því tilefni langar mig að hugleiða stuttlega kynþáttafordóma og ofbeldi í tengslum við fjölmenningu. Árið 2006 samþykkti Reykjavíkurborg mannréttindastefnu en hún er í anda fjölmenningarstefnunnar sem borgin samþykkti 2001. Í dag eru mörg sveitarfélög, til dæmis Akureyri og Reykjanesbær, með sambærilega fjölmenningarstefnu. Mismunandi skoðanir og skilgreiningar munu vera um hvað fjölmenningarlegt samfélag er í raun og veru. Eitt af því sem felst í hugtakinu um fjölmenningu er að skapa jákvæð viðhorf til og á milli mismunandi menningar, einnar eða fleiri. Fjölmenning er ekki menningarleysi. Í fjölmenningu viðurkennir fólk hvers virði menning þess er, en um leið ber það virðingu fyrir annars konar menningu, sem kann að vera í sama samfélagi. Gagnkvæm virðing eru lykilorðin þegar um fjölmenningu er að ræða. Algjör andstæða gagnkvæmrar virðingar er ofbeldi. Ofbeldi felur í sér að neita tilvist annarra og eyðileggja. Þeir sem beita ofbeldi vilja ekki eignast félaga og vini og eiga við þá samræðu, heldur aðeins stjórna öðrum og krefjast af þeim hlýðni með ógnunum. Að sjálfsögðu kemur stundum upp ágreiningur og árekstrar verða í fjölmenningarsamfélagi, rétt eins og ef aðeins ein menning ríkti. En það er ekkert rými sem viðurkennir tilvist ofbeldis í fjölmenningu. Því mótmælir fjölmenning og hafnar ofbeldi af öllu tagi: Stríði, andlegu og líkamlegu ofbeldi eins og einelti og heimilisofbeldi en einnig trúarlegu ofbeldi – og það er óþarfi að segja það – rasisma. Eðli rasisma er ofbeldið, þar sem tilgangur rasisma er að eyðileggja virðuleika manneskjunnar og kúga, bæði á skipulagðan hátt og óskipulagðan hátt. Að þessu leyti er rasismi dæmigerð birtingarmynd ofbeldis, rétt eins og í stríði. Að styðja fjölmenningarstefnu þýðir að viðkomandi hefur sjálfkrafa vilja til að berjast gegn rasisma og hvers konar ofbeldi. En sú barátta er ekki ofbeldi, þar sem fjölmenning neitar ekki manneskjunni um virðuleika hennar, möguleika á að iðrast eða að breyta hugmyndum sínum. Málstaður fjölmenningar er ekki eyðilegging, heldur uppbygging gagnkvæmrar virðingar. Ég hvet sérhvern til að hugsa um sína fordóma og meta mikilvægi þess að virða náunga okkar í samfélaginu, sem og að hafna öllu ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða birtist í hugmyndum sem hvetja til ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá og með 14. mars stendur yfir átak sem ber heitið Evrópuvika gegn kynþáttafordómum og misrétti og lýkur hinn 27. mars. Af því tilefni langar mig að hugleiða stuttlega kynþáttafordóma og ofbeldi í tengslum við fjölmenningu. Árið 2006 samþykkti Reykjavíkurborg mannréttindastefnu en hún er í anda fjölmenningarstefnunnar sem borgin samþykkti 2001. Í dag eru mörg sveitarfélög, til dæmis Akureyri og Reykjanesbær, með sambærilega fjölmenningarstefnu. Mismunandi skoðanir og skilgreiningar munu vera um hvað fjölmenningarlegt samfélag er í raun og veru. Eitt af því sem felst í hugtakinu um fjölmenningu er að skapa jákvæð viðhorf til og á milli mismunandi menningar, einnar eða fleiri. Fjölmenning er ekki menningarleysi. Í fjölmenningu viðurkennir fólk hvers virði menning þess er, en um leið ber það virðingu fyrir annars konar menningu, sem kann að vera í sama samfélagi. Gagnkvæm virðing eru lykilorðin þegar um fjölmenningu er að ræða. Algjör andstæða gagnkvæmrar virðingar er ofbeldi. Ofbeldi felur í sér að neita tilvist annarra og eyðileggja. Þeir sem beita ofbeldi vilja ekki eignast félaga og vini og eiga við þá samræðu, heldur aðeins stjórna öðrum og krefjast af þeim hlýðni með ógnunum. Að sjálfsögðu kemur stundum upp ágreiningur og árekstrar verða í fjölmenningarsamfélagi, rétt eins og ef aðeins ein menning ríkti. En það er ekkert rými sem viðurkennir tilvist ofbeldis í fjölmenningu. Því mótmælir fjölmenning og hafnar ofbeldi af öllu tagi: Stríði, andlegu og líkamlegu ofbeldi eins og einelti og heimilisofbeldi en einnig trúarlegu ofbeldi – og það er óþarfi að segja það – rasisma. Eðli rasisma er ofbeldið, þar sem tilgangur rasisma er að eyðileggja virðuleika manneskjunnar og kúga, bæði á skipulagðan hátt og óskipulagðan hátt. Að þessu leyti er rasismi dæmigerð birtingarmynd ofbeldis, rétt eins og í stríði. Að styðja fjölmenningarstefnu þýðir að viðkomandi hefur sjálfkrafa vilja til að berjast gegn rasisma og hvers konar ofbeldi. En sú barátta er ekki ofbeldi, þar sem fjölmenning neitar ekki manneskjunni um virðuleika hennar, möguleika á að iðrast eða að breyta hugmyndum sínum. Málstaður fjölmenningar er ekki eyðilegging, heldur uppbygging gagnkvæmrar virðingar. Ég hvet sérhvern til að hugsa um sína fordóma og meta mikilvægi þess að virða náunga okkar í samfélaginu, sem og að hafna öllu ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða birtist í hugmyndum sem hvetja til ofbeldis.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar