Hvers vegna ég styð Icesave Bolli Héðinsson skrifar 18. mars 2011 06:00 Um flest sem lýtur að Icesave þarf ekki að fjölyrða. Þar ber hæst að enginn vill taka á sig þær byrðar og allir íslenskir ráðherrar og embættismenn sem að málinu hafa komið, allt frá hausti 2008, hafa lofað Bretum og Hollendingum að um málið yrði samið. Icesave fer heldur ekki burt þó við höfnum því í atkvæðagreiðslu. Jafnvel þó svo að Bretar og Hollendingar kysu að fara ekki í mál við okkur, hversu lengi viljum við vera í óvissu um hvort þeir muni gera það eða ekki? Þegar svo til málssóknarinnar kæmi, ef af henni verður, þá virðist mér með einföldum vongildismælingum að við þurfum að hafa 90% vissu fyrir því að við vinnum málið, til að vera jafn vel sett og við erum nú. Við það að hafna Icesave lendum við eina ferðina enn í óvissu sem við vitum ekki hversu lengi mun standa. Framþróun íslenskra efnahagsmála, möguleikinn á að skapa vinnu og velferð, veltur á því að eyða óvissu. Með Icesave frá, þá er einni óvissunni færra með fullri sæmd allra sem að málinu hafa komið. Óvissan ein kostar okkur fjármuni; að öllum líkindum miklu meiri fjármuni en við gætum sparað okkur með að hafna Icesave. Það er ódýrt að segja „látum þá bara höfða mál" eins og hópur lögmanna og fleiri hafa boðað. Þeir sem slíkt segja vita sem er að þeir munu aldrei þurfa að standa við stóru orðin, þeir verða aldrei sóttir til ábyrgðar þó málið tapist. Þeir sem þannig tala vita að ummælin eru útgjaldalaus af þeirra hálfu. Í þessari stöðu er lítið mál fyrir áhættusækna einstaklinga að tala digurbarkalega. Öll þurfum við svo, jafnt hin áhættufælnu sem hin áhættusæknu, að bera okkar hluta hinna óhemjulegu byrða ef ráðum digurbarkanna er fylgt og allt fer á versta veg. Ótrúlegt hefur verið að fylgjast með ofstækisfullri umræðu um Icesave þar sem fólk hnyklar vöðva og leyfir sér málatilbúnað á þeim nótum að samþykkjendur samningsins geri þjóðina upp til hópa að gungum. Ég taldi mig ekki mundi lifa að sjá slíkan málflutning hjá einstaklingum sem vilja láta taka sig alvarlega. Kannski segir málatilbúnaður af þessu tagi meira en margt annað um nauðsyn þess að ljúka Icesave með atkvæðagreiðslunni 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Icesave Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Sjá meira
Um flest sem lýtur að Icesave þarf ekki að fjölyrða. Þar ber hæst að enginn vill taka á sig þær byrðar og allir íslenskir ráðherrar og embættismenn sem að málinu hafa komið, allt frá hausti 2008, hafa lofað Bretum og Hollendingum að um málið yrði samið. Icesave fer heldur ekki burt þó við höfnum því í atkvæðagreiðslu. Jafnvel þó svo að Bretar og Hollendingar kysu að fara ekki í mál við okkur, hversu lengi viljum við vera í óvissu um hvort þeir muni gera það eða ekki? Þegar svo til málssóknarinnar kæmi, ef af henni verður, þá virðist mér með einföldum vongildismælingum að við þurfum að hafa 90% vissu fyrir því að við vinnum málið, til að vera jafn vel sett og við erum nú. Við það að hafna Icesave lendum við eina ferðina enn í óvissu sem við vitum ekki hversu lengi mun standa. Framþróun íslenskra efnahagsmála, möguleikinn á að skapa vinnu og velferð, veltur á því að eyða óvissu. Með Icesave frá, þá er einni óvissunni færra með fullri sæmd allra sem að málinu hafa komið. Óvissan ein kostar okkur fjármuni; að öllum líkindum miklu meiri fjármuni en við gætum sparað okkur með að hafna Icesave. Það er ódýrt að segja „látum þá bara höfða mál" eins og hópur lögmanna og fleiri hafa boðað. Þeir sem slíkt segja vita sem er að þeir munu aldrei þurfa að standa við stóru orðin, þeir verða aldrei sóttir til ábyrgðar þó málið tapist. Þeir sem þannig tala vita að ummælin eru útgjaldalaus af þeirra hálfu. Í þessari stöðu er lítið mál fyrir áhættusækna einstaklinga að tala digurbarkalega. Öll þurfum við svo, jafnt hin áhættufælnu sem hin áhættusæknu, að bera okkar hluta hinna óhemjulegu byrða ef ráðum digurbarkanna er fylgt og allt fer á versta veg. Ótrúlegt hefur verið að fylgjast með ofstækisfullri umræðu um Icesave þar sem fólk hnyklar vöðva og leyfir sér málatilbúnað á þeim nótum að samþykkjendur samningsins geri þjóðina upp til hópa að gungum. Ég taldi mig ekki mundi lifa að sjá slíkan málflutning hjá einstaklingum sem vilja láta taka sig alvarlega. Kannski segir málatilbúnaður af þessu tagi meira en margt annað um nauðsyn þess að ljúka Icesave með atkvæðagreiðslunni 9. apríl.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar