35 milljarða árleg tekjulind Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. mars 2011 06:00 Í annað sinn á tæpum áratug er ráðist í gagngera endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Fyrri endurskoðun lauk árið 2002 á þann veg að kerfið var framlengt nánast óbreytt. Sú sátt reyndist strax haldlaus enda í engu hróflað við úthlutunarkerfinu sjálfu og ákvæðum framsalsins. Sáttin frá 2002 reyndist svikasátt. Kjósendur voru sviknir. Frá því að handhafar kvótans sigldu í öruggt skjól óbreyttra laga hafa skuldir sjávarútvegsins vaxið hröðum skrefum. Þær fimmfölduðust frá 1997 til 2008 og að meðaltali jukust skuldirnar um 35 milljarða króna á ári. Þær jukust um nærfellt 400 milljarða króna. Andvirði kvóta sem rann út úr fyrirtækjunum í vasa eigendanna er meginástæða skuldasöfnunarinnar. Svo virðist sem þessa fjárhæð sé hægt að taka út úr sjávarútveginum að jafnaði á hverju ári, að minnsta kosti hafa handhafar kvótans gert það. Viðskiptabankarnir telja að sjávarútvegurinn geti borið þessar skuldir og þá er niðurstaðan að rekstur útgerðarfyrirtækja þolir þessa árlegu úttekt. Spurningin er aðeins hver fær ágóðann, 166 eigendur kvótans í aflamarkskerfinu, viðskiptabankarnir eða opinberir aðilar. Þetta er átakalínan við endurskoðun kvótakerfisins rétt eins og áður.Nú eiga menn að læra af mistökunum og varast að gefa kvótahöfunum áfram alla möguleika að taka til sín tugi milljarða króna. Óbreytt kvótakerfi gerir það. Samningar við LÍÚ um langtímaafnot gera það líka. Slíkir samningar til t.d. 20 ára munu líklega viðhalda svipuðu kvótaverði og þar með svipuðu árlegu útstreymi fjár. Það er hlægilegt að taka til ríkisins aðeins 6,44 kr. fyrir heimild til þess að veiða 1 kg af þorski þegar útgerðarmenn leigja leyfið til þriðja aðila fyrir 300 kr. Útvegsmenn þurfa aðeins að veiða helminginn af kvótanum og geta látið aðra veiða fyrir sig hinn helminginn með rífandi gróða. Fiskveiðiárið 2008/9 voru 40% allra útgefinna veiðiheimilda í þorskígildum talin veidd af öðrum en fékk úthlutunina. Hví eiga skattgreiðendur að una stórfelldum skattahækkunum ríkisins þegar tiltölulega fáir handhafar kvótans fá nánast endurgjaldslaust áfram að skattleggja aðra? Það vantar þessa 35 milljarða í þjónustu fyrir almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Í annað sinn á tæpum áratug er ráðist í gagngera endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Fyrri endurskoðun lauk árið 2002 á þann veg að kerfið var framlengt nánast óbreytt. Sú sátt reyndist strax haldlaus enda í engu hróflað við úthlutunarkerfinu sjálfu og ákvæðum framsalsins. Sáttin frá 2002 reyndist svikasátt. Kjósendur voru sviknir. Frá því að handhafar kvótans sigldu í öruggt skjól óbreyttra laga hafa skuldir sjávarútvegsins vaxið hröðum skrefum. Þær fimmfölduðust frá 1997 til 2008 og að meðaltali jukust skuldirnar um 35 milljarða króna á ári. Þær jukust um nærfellt 400 milljarða króna. Andvirði kvóta sem rann út úr fyrirtækjunum í vasa eigendanna er meginástæða skuldasöfnunarinnar. Svo virðist sem þessa fjárhæð sé hægt að taka út úr sjávarútveginum að jafnaði á hverju ári, að minnsta kosti hafa handhafar kvótans gert það. Viðskiptabankarnir telja að sjávarútvegurinn geti borið þessar skuldir og þá er niðurstaðan að rekstur útgerðarfyrirtækja þolir þessa árlegu úttekt. Spurningin er aðeins hver fær ágóðann, 166 eigendur kvótans í aflamarkskerfinu, viðskiptabankarnir eða opinberir aðilar. Þetta er átakalínan við endurskoðun kvótakerfisins rétt eins og áður.Nú eiga menn að læra af mistökunum og varast að gefa kvótahöfunum áfram alla möguleika að taka til sín tugi milljarða króna. Óbreytt kvótakerfi gerir það. Samningar við LÍÚ um langtímaafnot gera það líka. Slíkir samningar til t.d. 20 ára munu líklega viðhalda svipuðu kvótaverði og þar með svipuðu árlegu útstreymi fjár. Það er hlægilegt að taka til ríkisins aðeins 6,44 kr. fyrir heimild til þess að veiða 1 kg af þorski þegar útgerðarmenn leigja leyfið til þriðja aðila fyrir 300 kr. Útvegsmenn þurfa aðeins að veiða helminginn af kvótanum og geta látið aðra veiða fyrir sig hinn helminginn með rífandi gróða. Fiskveiðiárið 2008/9 voru 40% allra útgefinna veiðiheimilda í þorskígildum talin veidd af öðrum en fékk úthlutunina. Hví eiga skattgreiðendur að una stórfelldum skattahækkunum ríkisins þegar tiltölulega fáir handhafar kvótans fá nánast endurgjaldslaust áfram að skattleggja aðra? Það vantar þessa 35 milljarða í þjónustu fyrir almenning.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun