Körfubolti

Logi og félagar unnu fimmta heimaleikinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Mynd/Anton
Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings héldu áfram sigurgöngu sinni í Solna-hallen þegar liðið vann þriggja stiga sigur á Borås Basket, 75-72, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Logi skoraði 15 stig í leiknum og næststigahæstur í liði Solna en þetta var fimmti heimsigur liðsins í röð.

Logi skoraði tíu af fyrstu tólf stigum Solna en fékk ekki mikla hjálp og Solna var komið fimmtán stigum undir, 15-30, eftir fyrsta leikhlutann. Solna vann annan leikhlutann 21-15 og náði að minnka muninn í níu stig fyrir hálfleik, 36-45.

Boras-liðið var 59-48 yfir fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa náð mest þrettán stiga forskoti í þriðja leikhlutanum. Solna átti frábæran sprett í fjórða leikhlutanum, vann upp muninn og tryggði sér sigurinn. Logi setti niður tvö mikilvæg vítaskot sem fóru langt með því að innsigla sigurinn.

Logi skoraði stigin sín fimmtán á rúmum 26 mínútum en var einnig með 3 stolna bolta og 2 fráköst. Logi hitti úr 4 af 11 skotum sínum þar af setti hann niður 3 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Logi nýtti líka öll fjögur vítin sín í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×