Körfubolti

Njarðvík hafði betur gegn Haukum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shayla Fields skoraði 26 stig fyrir Njarðvík í dag.
Shayla Fields skoraði 26 stig fyrir Njarðvík í dag.
Njarðvík byrjaði heldur betur vel í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna og vann góðan útisigur á Haukum í dag, 84-71.

Haukar urðu í fjórða sæti A-riðils en Njarðvíkingar í efsta sæti B-riðils.

Klukkan 16.00 í dag eigast svo KR og Snæfell við í hinni viðureigninni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Efstu tvö lið A-riðils, Hamar og Keflavík, fara beint í undanúrslitin.

Jafnfræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar tóku forystuna snemma í síðari hálfleik og létu hana aldrei af hendi. Leiðir skildu svo snemma í fjórða leikhluta.

Shayla Fields skoraði 26 stig fyrir Njarðvík og þær Dita Liepkalne fimmtán og Auður Jónsdóttir þrettán. Þriðji útlendingurinn hjá Njarðvík, Julia Demirer, skoraði tólf stig.

Hjá Haukum var Kathleen Snodgrass stigahæst með 26 stig en ÍRis Sverrisdsóttir skoraði 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×