Íslenski boltinn

Jósef, Eiður Aron og Guðmundur Reynir fara ekki til Englands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðsins, þurfti að gera breytingar á hópnum sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á mánudaginn en íslenska liðið tapaði 2-3 á móti Úkraínu í gærkvöldi.

Jósef Kristinn Jósefsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson eru allir meiddir og fara því ekki til Englands en Eyjólfur hefur hinsvegar bætt Hirti Loga Valgarðssyni inn í hópinn.

Möguleiki er á því að nokkrir leikmenn sem eru nú með A landsliðinu á Kýpur en eru gjaldgengir í U21 liðið, muni bætast í hópinn fyrir leikinn gegn Englandi.  Það mun þá koma í ljós eftir leik Kýpurs og Íslands í undankeppni EM á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×