Íslenski boltinn

Karlalandsliðið niður um eitt sæti - stelpurnar nú 100 sætum ofar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Íslands og Portúgals á Laugardalsvellinum.
Frá leik Íslands og Portúgals á Laugardalsvellinum. Mynd/Vilhelm
Íslenska karlalandsliðið féll niður um eitt sæti á nýjum Styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í morgun. Íslenska landsliðið situr nú í 116. sæti og er nú aðeins einu sæti frá því að jafna sína verstu stöðu frá upphafi.

Þetta þýðir jafnframt að íslenska kvennalandsliðið er nú hundrað sætum ofar en karlalandsliðið því stelpurnar okkar komust upp í 16. sætið á nýjasta listanum yfir stöðu kvennalandsliða heimsins.

Meðal þeirra landa sem fóru upp fyrir Ísland að þessu sinni voru Afríkulöndin Kongó og Tansanía en HM-lið Norður-Kóreu er hinsvegar komið niður fyrir Ísland.

Spánverjar eru áfram í efsta sæti listans og Holland heldur líka öðru sætinu. Brasilíumenn fóru aftur á móti upp um tvö sæti, upp fyrir Argentínu og Þýskland, og eru nú í þriðja sæti listans. Ítalir komust síðan inn á topp tíu eftir að hafa verið utan efstu tíu sætanna í sjö mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×