Sport

Hvaða atvinnulið heimsins greiða hæstu meðallaunin? - topp 20 listinn

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Nei það er ekkert verið að grínast með þessi laun hjá Barcelona Victor Valdes.
Nei það er ekkert verið að grínast með þessi laun hjá Barcelona Victor Valdes. Nordic Photos/Getty Images
Leikmenn spænska fótboltaliðsins Barcelona voru með hæstu meðallaunin á árinu 2010 samkvæmt fréttaskýringu bandarísku íþróttafréttastöðinni ESPN sem byggð er á útreikningum Sporting Intelligence. Leikmenn Spánarmeistaraliðs Barcelona fá um 17 milljónir kr. að meðaltali í laun á viku eða rétt um 900 milljónir kr. á ári. Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool er í 20. sæti á þessum lista en Chelsea er í 6. sæti. Arsenal er í 22. sæti á listanum.

Alls eru 11 atvinnulið frá Bandaríkjunum á listanum, 4 frá Englandi, 2 frá Ítalíu, 2 frá Spáni og 1 frá Þýskalandi.



Allar helstu atvinnudeildir heims eru með í þessum útreikningum þar sem að 272 lið í 14 mismunandi deildum voru skoðuð ofaní kjölin.

Af 20 efstu á þessum lista eru 7 lið úr NBA deildinni en fótboltarisarnir Barcelona og Real Madrid eru í tveimur efstu sætunum og hafnarboltaliðið New York Yankees í því þriðja:

Þær deildir sem eru með í þessari úttekt eru: Ástralskur fótbolti (AFL), hafnarbolti (MLB og NPB), körfubolti (NBA), krikket(IPL), bandarískur fóbolti (CFL og NFL), fótbolti (efstu deildir Þýskaland, England, Spánn, Bandaríkin, Ítalía).

Aðeins er um grunnlaun að ræða hjá leikmönnum - engar auglýsingatekjur eða bónusar eru teknar með í reikninginn.

Listinn í heild sinni:





Fleiri fréttir

Sjá meira


×