Kvikasilfursmegnun í norðurhöfum ógnar nú lífríki svæðsins og það eru einkum ísbirnir, selir, hvalir og nokkrar tegundir fugla sem taldar eru í mikilli hættu vegna mengunarinnar.
Um fimmtungur þessara dýra mælist með hættulegt magn af kvikasilfri í skrokkum sínum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Norður heimskautsráðinu. Þar segir að hlýnun jarðar sé sennilega ástæðan fyrir aukinni kvikasilfursmengun í norðurhöfum.
Innúítar á Grænlandi og í Kanada verða fyrir barðinu á þessari mengun þar sem þeir lifa mikið á fyrrgreindum dýrum. Kvikassilfur er sérstaklega hættulegt fyrir óléttar konur og nýbura.
Kvikasilfursmengun ógnar lífríkinu í norðurhöfum
