Breivik óttast kvenfrelsi Erla Hlynsdóttir skrifar 27. júlí 2011 10:43 Stelpurnar í Sex and the city eru slæmar fyrirmyndir, að mati Breivik Sjónvarpsþættirnir Sex and the City og áhrif þeirra á vestrænt samfélag eru norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik afar hugleikin, ef marka má stefnuyfirlýsinguna hans svokölluðu. Þar lýsir hann yfir áhyggjum sínum vegna aukins frjálsræðis í kynlífi og sjálfstæði kvenna í hinum vestræna heimi sem leiði til þess að fæðingartíðni fer lækkandi. Breivik tengir þetta þeim hugmyndum sínum um að múslimar taki Evrópu yfir á næstu áratugum, meðal annars vegna þess að hjá þeim er fæðingartíðnin hærri. Hann lítur svo á að femínismi hafi náð yfirráðum í samfélaginu og leggur áherslu á að endurreisa feðraveldið. Ein þeirra „lausna" sem Breivik leggur til er að hverfa aftur til fortíðar með því að takmarka notkun getnaðarvarna vestrænna kvenna, banna fóstureyðingar, koma í veg fyrir að konur mennti sig vel og tryggja að framleitt sé afþreyingarefni, sjónvarpsþættir og kvikmyndir, þar sem staða konunnar sem húsmóður er sýnd í jákvæðu ljósi. Breivik skrifar nokkuð um það sem hann kallar Sex and the city-lífsstílinn sem sé eyðileggjandi fyrir vestrænt samfélag og hin hefðbundnu fjölskyldugildi. Fyrirmyndirnar í þáttunum, auk listakvenna á borð við Madonnu og Lady Gaga, hvetja að hans mati til lauslætis sem síðan leiði til aukinnar útbreiðslu kynsjúkdóma. „Ég ætla ekki að láta eins og hræsnari og þykjast ekki hafa sjálfur orðið fyrir áhrifum af þessum dæmigerða Sex and the city-lífsstíl," skrifar hann. Breivik segist sjálfur hafa iðkað hann um tíma og það geri bæði vinir hans og fjölskyldumeðlimir. Nú hafi hann hins vegar andstyggð á þessum frjálslynda lífsstíl og ætli að einbeita sér að því að endurheimta fyrri samfélagsviðmið. Meðal þess sem hann telur vera raunhæfa lausn er að koma í veg fyrir að konur geti tekið meistarapróf eða orðið prófessorar. Hann lítur svo á að þeirra staður sé inni á heimilinu þar sem þær ala upp börnin, sem allra flest, til að viðhalda og auka við hinn vestræna kynstofn. Breivik tekur fram að það megi ekki dæma þær konur sem vilja vera sjálfstæðar og velja frekar frama á vinnumarkaði en barneignir, því þær hafi einfaldlega orðið fyrir áhrifum af þeim fyrirmyndum sem vegsamaðar eru í fjölmiðlum og menningu. Breivik segist ekki vera rasisti. Hann bendir á að samfélög leggi mikla áherslu á að bjarga dýrategundum sem taldar eru í útrýmingarhættu. Breivik lítur svo á að hann sé í baráttu fyrir vestræna kynstofninum á sama hátt. Eftir fjöldamorðin var hann úrskurðaður í átta vikna gæsluvarðhald, þar af fjögurra vikna einangrun. Hann mun meðal annars gangast undir læknisrannsókn þar sem metið verður hvort hann er veikur á geði. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. 25. júlí 2011 10:13 Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. 25. júlí 2011 11:28 Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. 25. júlí 2011 13:31 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Sjónvarpsþættirnir Sex and the City og áhrif þeirra á vestrænt samfélag eru norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik afar hugleikin, ef marka má stefnuyfirlýsinguna hans svokölluðu. Þar lýsir hann yfir áhyggjum sínum vegna aukins frjálsræðis í kynlífi og sjálfstæði kvenna í hinum vestræna heimi sem leiði til þess að fæðingartíðni fer lækkandi. Breivik tengir þetta þeim hugmyndum sínum um að múslimar taki Evrópu yfir á næstu áratugum, meðal annars vegna þess að hjá þeim er fæðingartíðnin hærri. Hann lítur svo á að femínismi hafi náð yfirráðum í samfélaginu og leggur áherslu á að endurreisa feðraveldið. Ein þeirra „lausna" sem Breivik leggur til er að hverfa aftur til fortíðar með því að takmarka notkun getnaðarvarna vestrænna kvenna, banna fóstureyðingar, koma í veg fyrir að konur mennti sig vel og tryggja að framleitt sé afþreyingarefni, sjónvarpsþættir og kvikmyndir, þar sem staða konunnar sem húsmóður er sýnd í jákvæðu ljósi. Breivik skrifar nokkuð um það sem hann kallar Sex and the city-lífsstílinn sem sé eyðileggjandi fyrir vestrænt samfélag og hin hefðbundnu fjölskyldugildi. Fyrirmyndirnar í þáttunum, auk listakvenna á borð við Madonnu og Lady Gaga, hvetja að hans mati til lauslætis sem síðan leiði til aukinnar útbreiðslu kynsjúkdóma. „Ég ætla ekki að láta eins og hræsnari og þykjast ekki hafa sjálfur orðið fyrir áhrifum af þessum dæmigerða Sex and the city-lífsstíl," skrifar hann. Breivik segist sjálfur hafa iðkað hann um tíma og það geri bæði vinir hans og fjölskyldumeðlimir. Nú hafi hann hins vegar andstyggð á þessum frjálslynda lífsstíl og ætli að einbeita sér að því að endurheimta fyrri samfélagsviðmið. Meðal þess sem hann telur vera raunhæfa lausn er að koma í veg fyrir að konur geti tekið meistarapróf eða orðið prófessorar. Hann lítur svo á að þeirra staður sé inni á heimilinu þar sem þær ala upp börnin, sem allra flest, til að viðhalda og auka við hinn vestræna kynstofn. Breivik tekur fram að það megi ekki dæma þær konur sem vilja vera sjálfstæðar og velja frekar frama á vinnumarkaði en barneignir, því þær hafi einfaldlega orðið fyrir áhrifum af þeim fyrirmyndum sem vegsamaðar eru í fjölmiðlum og menningu. Breivik segist ekki vera rasisti. Hann bendir á að samfélög leggi mikla áherslu á að bjarga dýrategundum sem taldar eru í útrýmingarhættu. Breivik lítur svo á að hann sé í baráttu fyrir vestræna kynstofninum á sama hátt. Eftir fjöldamorðin var hann úrskurðaður í átta vikna gæsluvarðhald, þar af fjögurra vikna einangrun. Hann mun meðal annars gangast undir læknisrannsókn þar sem metið verður hvort hann er veikur á geði.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. 25. júlí 2011 10:13 Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. 25. júlí 2011 11:28 Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. 25. júlí 2011 13:31 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. 25. júlí 2011 10:13
Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. 25. júlí 2011 11:28
Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. 25. júlí 2011 13:31